Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2020 19:00 Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda