„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. maí 2020 20:32 Mikil samstaða var meðal flugfreyja-og þjóna á fundum hjá Flugfreyjufélagi Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Mikill hugur var í félagsmönnum í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) á fjórum fundum í dag þar sem farið var yfir síðustu tilboð í kjaradeilu félagsmanna og Icelandair. Þá sendi samninganefnd félagsins frá sér tilkynningu þar sem kemur fram meðallaun félagsmanna séu nú þegar undir meðallaunum í landinu og félagsmenn hafi áhyggjur af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair. Þá kemur fram að kaupmáttur félagsmanna FFÍ hafi rýrnað og sé minni en almennt gerist. Fram hefur komið að lokatilboð Icelandair feli í sér 5,7 % hækkun en lægstu laun hækki um 12% þá er farið fram á 5-20% meira vinnuframlag. Laun samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Meðallaun flugfreyja og flugþjóna eru núna samkvæmt upplýsingum frá Icelandair 520 þúsund krónur á mánuði en yfirflugfreyjur eru með 740 þúsund. Innifalið í þessum launum er bifreiða-og skóstyrkur og sölulaun. Mánaðarlegir dagpeningar um 140.000 og önnur kjör eru frí gisting ááfangastað, hressing fyrir flug og akstur til og frá vinnu. Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir vilja til að mæta félaginu. „Það er verið að bjóða launahækkanir en umfram vinnuframlag um 5-20% þannig að í enda dags er þetta launaskerðing. Það er gríðarleg samstaða meðal flugfreyja- og þjóna um að halda áfram baráttunni. Við erum áfram með ríkan samningsvilja og til í að mæta félaginu í þessum erfiðleikum,“ segir Guðlaug. Forsvarsfólk Icelandair hefur sagt að þrátt fyrir þessar breytingar á launakjörum séu flugfreyjur og þjónar með ein bestu kjör sem þekkjast hjá sambærilegum flugfélögum á Vesturlöndum. Því hafnar Guðlaug alfarið. „Við erum aðilar í norrænum og evrópskum samtökum stéttarfélaga og höfum þar aðgang að sambærilegum kjarasamningi og við erum með og ég vísa þessu alfarið á bug að við séum langt yfir það sem gengur og gerist hjá flugfélögum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaug. „Viljum ekki gjaldfella starfið okkar“ Baráttuhugur var hjá flugfreyjum- og þjónum sem voru á fundum í dag á Hótel Hilton. Heiðrún Hauksdóttir hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í 25 ár. „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum. Það er auðvitað ánægjulegt að Icelandair ætli ekki lengur að bjóða lágmarkslaun uppá 198 þúsund krónur á mánuði fyrir utan vaktaálag sem var punkturinn hjá félaginu þar til á miðvikudag,“ segir Heiðrún. Guðný Jóna Einarsdóttir hefur unnið lengi hjá félaginu og starfar sem yfirflugfreyja. „Mér líst ekkert rosalega vel á stöðuna en ég er aðeins bjartsýnni en ég hef verið. Við þurfum náttúrulega að gefa aðeins eftir en viljum ekki gjaldfella starfið okkar, mér þykir vænt um þetta starf,“ segir Guðný. Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm hefur starfað í þrjú sumur sem flugfreyja. „Það eru allir hér vongóðir um að þetta leysist okkur þykir vænt um félagið og starfið okkar en við viljum ekki koma til baka á hvaða forsendum sem er,“ segir Hreindís. Vilhjálmur Þór Davíðsson flugþjónn hefur starfað hjá félaginu í 8 ár. „Mér þykir svo sannarlega vænt um þetta flugfélag. Maður er búinn að gefa allt sem maður á af hjarta og sál þannig að þetta er snúin staða hvað það varðar. Ég vil að Icelandair hlusti á okkur og okkar stéttarfélag sem er með okkur 120% á bak við sig,“ segir Vilhjálmur. Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00 Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Mikill hugur var í félagsmönnum í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) á fjórum fundum í dag þar sem farið var yfir síðustu tilboð í kjaradeilu félagsmanna og Icelandair. Þá sendi samninganefnd félagsins frá sér tilkynningu þar sem kemur fram meðallaun félagsmanna séu nú þegar undir meðallaunum í landinu og félagsmenn hafi áhyggjur af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair. Þá kemur fram að kaupmáttur félagsmanna FFÍ hafi rýrnað og sé minni en almennt gerist. Fram hefur komið að lokatilboð Icelandair feli í sér 5,7 % hækkun en lægstu laun hækki um 12% þá er farið fram á 5-20% meira vinnuframlag. Laun samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Meðallaun flugfreyja og flugþjóna eru núna samkvæmt upplýsingum frá Icelandair 520 þúsund krónur á mánuði en yfirflugfreyjur eru með 740 þúsund. Innifalið í þessum launum er bifreiða-og skóstyrkur og sölulaun. Mánaðarlegir dagpeningar um 140.000 og önnur kjör eru frí gisting ááfangastað, hressing fyrir flug og akstur til og frá vinnu. Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir vilja til að mæta félaginu. „Það er verið að bjóða launahækkanir en umfram vinnuframlag um 5-20% þannig að í enda dags er þetta launaskerðing. Það er gríðarleg samstaða meðal flugfreyja- og þjóna um að halda áfram baráttunni. Við erum áfram með ríkan samningsvilja og til í að mæta félaginu í þessum erfiðleikum,“ segir Guðlaug. Forsvarsfólk Icelandair hefur sagt að þrátt fyrir þessar breytingar á launakjörum séu flugfreyjur og þjónar með ein bestu kjör sem þekkjast hjá sambærilegum flugfélögum á Vesturlöndum. Því hafnar Guðlaug alfarið. „Við erum aðilar í norrænum og evrópskum samtökum stéttarfélaga og höfum þar aðgang að sambærilegum kjarasamningi og við erum með og ég vísa þessu alfarið á bug að við séum langt yfir það sem gengur og gerist hjá flugfélögum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaug. „Viljum ekki gjaldfella starfið okkar“ Baráttuhugur var hjá flugfreyjum- og þjónum sem voru á fundum í dag á Hótel Hilton. Heiðrún Hauksdóttir hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í 25 ár. „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum. Það er auðvitað ánægjulegt að Icelandair ætli ekki lengur að bjóða lágmarkslaun uppá 198 þúsund krónur á mánuði fyrir utan vaktaálag sem var punkturinn hjá félaginu þar til á miðvikudag,“ segir Heiðrún. Guðný Jóna Einarsdóttir hefur unnið lengi hjá félaginu og starfar sem yfirflugfreyja. „Mér líst ekkert rosalega vel á stöðuna en ég er aðeins bjartsýnni en ég hef verið. Við þurfum náttúrulega að gefa aðeins eftir en viljum ekki gjaldfella starfið okkar, mér þykir vænt um þetta starf,“ segir Guðný. Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm hefur starfað í þrjú sumur sem flugfreyja. „Það eru allir hér vongóðir um að þetta leysist okkur þykir vænt um félagið og starfið okkar en við viljum ekki koma til baka á hvaða forsendum sem er,“ segir Hreindís. Vilhjálmur Þór Davíðsson flugþjónn hefur starfað hjá félaginu í 8 ár. „Mér þykir svo sannarlega vænt um þetta flugfélag. Maður er búinn að gefa allt sem maður á af hjarta og sál þannig að þetta er snúin staða hvað það varðar. Ég vil að Icelandair hlusti á okkur og okkar stéttarfélag sem er með okkur 120% á bak við sig,“ segir Vilhjálmur.
Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00 Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Flugfreyjur segjast undrandi á óbilgirni samninganefndar Icelandair 22. maí 2020 16:18
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. 22. maí 2020 14:00
Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19
Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25