Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 11:00 Jón Axel er að klára sitt fjórða og síðasta tímabil með Davidson-háskólanum. vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum. Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum.
Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56