Segir málsmeðferðina stórskrítna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2020 13:31 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Vísir/Egill Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta er bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Úrskurðanefnd Umhverfis og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja 27. september 2018. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi sem veittu ráðherra málaflokksins leyfi til að veita bráðabirgðarekstraleyfi. Félagasamtökin Landvernd kvörtuðu til ESA því þau töldu að lagasetningin stæðist ekki EES-reglur um umhverfismat. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, segir að meðferð málsins á Alþingi hafa verið stórskrítna. Frumvarpið var lagt fram og samþykkt samdægurs. „Þetta er dæmi um það hvað er mikilvægt að við rösum ekki úr ráði fram og að við förum varlega í þessar ákvarðanatökur þegar er verið að breyta lögum. Að það sé opið og gagnsætt samráð, allar upplýsingar séu upp á borðum.“ Auður segir að Landvernd hefði fylgt málinu eftir fundum með þingflokkunum. „Þegar þetta var lagt fyrir á alþingi að þá var enginn sem greiddi atkvæði gegn þessu frumvarpi sem sýnir bara að upplýsingarnar sem þingmenn fengu voru ekki réttar. Ég vona að þetta dæmi verði til þess að svona muni ekki gerast aftur. Að lög sem eru alls ekki neyðartilfelli að þau verði ekki sett með þessum hætti heldur verði mjög vandað til ákvarðanatökunnar.“ Aðspurð hvaða þýðingu ákvörðunin hefur segir Auður. „Ákvörðunin ætti að þýða það að þau verði felld úr gildi, þau samræmast ekki EES-reglum þannig að þau geta ekki staðið eins og þau eru. Þetta hefur ekki þýðingu fyrir fiskeldisfyrirtækin sem fengu þessi ólöglegu rekrarleyfi því þau eru núna komin með fullgild rekstrarleyfi en í framhaldinu þýðir þetta að það verður ekki hægt að beita þessum ráðum sem sjávarútvegsráðherra vildi beita í þágu þessara tveggja fyrirtækja,“ segir Auður. Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta er bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Úrskurðanefnd Umhverfis og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja 27. september 2018. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi sem veittu ráðherra málaflokksins leyfi til að veita bráðabirgðarekstraleyfi. Félagasamtökin Landvernd kvörtuðu til ESA því þau töldu að lagasetningin stæðist ekki EES-reglur um umhverfismat. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, segir að meðferð málsins á Alþingi hafa verið stórskrítna. Frumvarpið var lagt fram og samþykkt samdægurs. „Þetta er dæmi um það hvað er mikilvægt að við rösum ekki úr ráði fram og að við förum varlega í þessar ákvarðanatökur þegar er verið að breyta lögum. Að það sé opið og gagnsætt samráð, allar upplýsingar séu upp á borðum.“ Auður segir að Landvernd hefði fylgt málinu eftir fundum með þingflokkunum. „Þegar þetta var lagt fyrir á alþingi að þá var enginn sem greiddi atkvæði gegn þessu frumvarpi sem sýnir bara að upplýsingarnar sem þingmenn fengu voru ekki réttar. Ég vona að þetta dæmi verði til þess að svona muni ekki gerast aftur. Að lög sem eru alls ekki neyðartilfelli að þau verði ekki sett með þessum hætti heldur verði mjög vandað til ákvarðanatökunnar.“ Aðspurð hvaða þýðingu ákvörðunin hefur segir Auður. „Ákvörðunin ætti að þýða það að þau verði felld úr gildi, þau samræmast ekki EES-reglum þannig að þau geta ekki staðið eins og þau eru. Þetta hefur ekki þýðingu fyrir fiskeldisfyrirtækin sem fengu þessi ólöglegu rekrarleyfi því þau eru núna komin með fullgild rekstrarleyfi en í framhaldinu þýðir þetta að það verður ekki hægt að beita þessum ráðum sem sjávarútvegsráðherra vildi beita í þágu þessara tveggja fyrirtækja,“ segir Auður.
Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira