„Forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 10:57 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Vísir/Birgir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“ Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“
Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira