Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. maí 2020 18:30 Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira