Miður þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki tiltækur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 20:30 Slökkviliðsmenn í Borgarfirði, Akranesi og Reykjanesbæ stóðu í ströngu í margar klukkustundir þegar eldur kom upp í gróðri í Norðurárdal í vikunni. Vísir/Jóhann K. Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði. Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla, 2000 lítra poki sem þyrla getur borið og sleppt vatni yfir svæði sem brennur. Skjóðan var keypt í kjölfar Mýrareldanna í Borgarfirði árið 2006, fjármögnuð af opinberum stofnunum en komið fyrir hjá Landhelgisgæslunni sem hefur sinnt þjónustunni. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K. Afleitt þegar búnaðurinn er ekki tiltækur Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir afleitt þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki til staðar þegar á þarf að halda en skjólan var ekki tiltæk þegar eldurinn kom upp í síðustu viku sem gerði slökkvistarf mun erfiðara. „Án efa hefði þetta hjálpað mikið til og sparað mikið streð hjá slökkviliðsmönnunum og eflaust náð að slökkva eldinn mun fyrr en ella,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hér að neðan má sjá umfang og aðstæður á vettvangi í Norðurárdal í vikunni. Ekki við Landhelgisgæsluna að sakast Pétur segir að þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi verið fengin til sinna þjónustunni sé það ekki skilgreint hlutverk stofnunarinnar að slökkva elda og nota búnaðinn. „Það er hins vegar ekki inni í þeirra verklagi, reglum eða lagaverki að það er ekki þeirra hlutverk að nota hana og gera þá ráð fyrir að hún sé alltaf tiltæk,“ segir Pétur. Pétur segir ekki við Landhelgisgæsluna að sakast og kallar eftir betra regluverki, verklagi og auknu fjármagni því reka þurfi búnaðinn. Ein skjóla sé ekki nóg og er hann kominn vel til ára sinna. „Svo sannalega þyrfti að skrifa þetta inn í regluverk og tryggja þessu sess á réttum stað þannig að hægt sé að nota hana í því umhverfi sem við búum við í dag sem er þá það að gróðureldhætta hefur aukist til muna,“ segir Pétur. Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði. Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla, 2000 lítra poki sem þyrla getur borið og sleppt vatni yfir svæði sem brennur. Skjóðan var keypt í kjölfar Mýrareldanna í Borgarfirði árið 2006, fjármögnuð af opinberum stofnunum en komið fyrir hjá Landhelgisgæslunni sem hefur sinnt þjónustunni. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K. Afleitt þegar búnaðurinn er ekki tiltækur Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir afleitt þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki til staðar þegar á þarf að halda en skjólan var ekki tiltæk þegar eldurinn kom upp í síðustu viku sem gerði slökkvistarf mun erfiðara. „Án efa hefði þetta hjálpað mikið til og sparað mikið streð hjá slökkviliðsmönnunum og eflaust náð að slökkva eldinn mun fyrr en ella,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hér að neðan má sjá umfang og aðstæður á vettvangi í Norðurárdal í vikunni. Ekki við Landhelgisgæsluna að sakast Pétur segir að þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi verið fengin til sinna þjónustunni sé það ekki skilgreint hlutverk stofnunarinnar að slökkva elda og nota búnaðinn. „Það er hins vegar ekki inni í þeirra verklagi, reglum eða lagaverki að það er ekki þeirra hlutverk að nota hana og gera þá ráð fyrir að hún sé alltaf tiltæk,“ segir Pétur. Pétur segir ekki við Landhelgisgæsluna að sakast og kallar eftir betra regluverki, verklagi og auknu fjármagni því reka þurfi búnaðinn. Ein skjóla sé ekki nóg og er hann kominn vel til ára sinna. „Svo sannalega þyrfti að skrifa þetta inn í regluverk og tryggja þessu sess á réttum stað þannig að hægt sé að nota hana í því umhverfi sem við búum við í dag sem er þá það að gróðureldhætta hefur aukist til muna,“ segir Pétur.
Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11