Minna á fimm manna regluna á norðanverðum Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 13:38 Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/Samúel Karl Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira