Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 07:53 Frá mótmælum gærdagsins í Madríd. EPA/DANIEL PEREZ Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. Mótmælendur óku í gegnum höfuðborg Spánar, Madríd, og veifuðu spænska fánanum. Það var krafa þeirra að samfélagslegum takmörkunum í borginni yrði aflétt og að Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins úr flokki sósíalista, segði af sér embætti. Mótmælin, sem hvatt var til af öfgahægriflokknum Vox, byggja á því að takmarkanirnar sé til þess fallnar að fara illa með atvinnulíf og efnahag landsins. Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, leiddi mótmælin í opinni rútu. Hann var með andlitsgrímu og sagði ríkisstjórnina „beinlínis ábyrga fyrir verstu viðbrögðum við faraldrinum í öllum heiminum.“ Tæplega ein milljón Spánverja missti vinnuna í mars, og hagspár gera ráð fyrir því að efnahagur Spánar dragist saman um allt að 12 prósent á þessu ári sökum faraldursins. Slakað var á helstu samfélagslegu takmörkunum í landinu um miðjan mars, en íbúar tveggja fjölmennustu borga Spánar, Madríd og Barcelona, hafa áfram mátt sæta harðari takmarkana, vegna fjölda kórónuveirutilfella innan þeirra. Á mánudag verður þó slakað á höftum þar, og fólki leyft að snæða utandyra og hittast í allt að tíu manna hópum. Í gær tilkynnti Sánchez um tvenns konar fyrirhugaðar tilslakanir á samfélagslegum takmörkunum. Annars vegar sagði hann að knattspyrnuyfirvöld hefðu fengið grænt ljós á að hefja spænsku deildarkeppnina frá 8. júní og hins vegar að Spánn yrði opnaður fyrir ferðamönnum í júlí. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. Mótmælendur óku í gegnum höfuðborg Spánar, Madríd, og veifuðu spænska fánanum. Það var krafa þeirra að samfélagslegum takmörkunum í borginni yrði aflétt og að Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins úr flokki sósíalista, segði af sér embætti. Mótmælin, sem hvatt var til af öfgahægriflokknum Vox, byggja á því að takmarkanirnar sé til þess fallnar að fara illa með atvinnulíf og efnahag landsins. Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, leiddi mótmælin í opinni rútu. Hann var með andlitsgrímu og sagði ríkisstjórnina „beinlínis ábyrga fyrir verstu viðbrögðum við faraldrinum í öllum heiminum.“ Tæplega ein milljón Spánverja missti vinnuna í mars, og hagspár gera ráð fyrir því að efnahagur Spánar dragist saman um allt að 12 prósent á þessu ári sökum faraldursins. Slakað var á helstu samfélagslegu takmörkunum í landinu um miðjan mars, en íbúar tveggja fjölmennustu borga Spánar, Madríd og Barcelona, hafa áfram mátt sæta harðari takmarkana, vegna fjölda kórónuveirutilfella innan þeirra. Á mánudag verður þó slakað á höftum þar, og fólki leyft að snæða utandyra og hittast í allt að tíu manna hópum. Í gær tilkynnti Sánchez um tvenns konar fyrirhugaðar tilslakanir á samfélagslegum takmörkunum. Annars vegar sagði hann að knattspyrnuyfirvöld hefðu fengið grænt ljós á að hefja spænsku deildarkeppnina frá 8. júní og hins vegar að Spánn yrði opnaður fyrir ferðamönnum í júlí.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira