Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af á sjöunda hundrað vegna aksturs undir áhrifum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. maí 2020 22:51 Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á árinu haft afskipti af nokkur hundruð ökumönnum sem hafa verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Í fyrra slösuðust 36 manns í umferðinni vegna vímuefnaaksturs. Akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða ávana- og fíkniefna hefur löngum verið vandamál hér á landi. Það sem af er ári hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af 407 ökumönnum sem höfðu verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn og 285 ökumönnum sem höfðu verið undir áhrifum áfengis. „Við hjá Samgöngustofu höfum áhyggjur af því þegar fólk er að blanda saman inntöku efna sem hafa ýmist slævandi eða örvandi áhrif vegna þess að það hefur áhrif á aksturshæfni og ákvarðanatöku undir stýri,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Hún segir ölvunar- og vímuefnaakstur geta valdið óbætanlegum skaða. Akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja er ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. „Undangengin ár þá sáum við mjög vaxandi fjölda slysa vegna fíkniefnaaksturs og það keyrði eiginlega um þverbak árið 2018,“ segir Þórhildur. Árið 2018 slösuðust 85 manns í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna þar af fjórtán alvarlega. Í fyrra slösuðust 36 manns og þar af fjórir alvarlega. Þórhildur vonast til að þróunin haldi áfram að vera jákvæð. Þá hefur verið nokkuð um það að fólk slasist í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu en sautján slösuðust í fyrra, þar af fimm alvarlega. „Ef fólk er að taka lyf sem getur valdið einhvers konar skerðingu á aksturshæfni þá er það alltaf áhættuþáttur sem við hjá Samgöngustofu viljum fyrir alla muni biðja fólk um að hafa í huga.“ Lögreglumál Fíkn Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erill hjá lögreglu vegna vímuefnaaksturs Lögregla sinnti í það minnsta sex útköllum frá klukkan 15 í gær þar til klukkan 5 í morgun vegna vímuefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu. 20. apríl 2020 06:53 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á árinu haft afskipti af nokkur hundruð ökumönnum sem hafa verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Í fyrra slösuðust 36 manns í umferðinni vegna vímuefnaaksturs. Akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða ávana- og fíkniefna hefur löngum verið vandamál hér á landi. Það sem af er ári hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af 407 ökumönnum sem höfðu verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn og 285 ökumönnum sem höfðu verið undir áhrifum áfengis. „Við hjá Samgöngustofu höfum áhyggjur af því þegar fólk er að blanda saman inntöku efna sem hafa ýmist slævandi eða örvandi áhrif vegna þess að það hefur áhrif á aksturshæfni og ákvarðanatöku undir stýri,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Hún segir ölvunar- og vímuefnaakstur geta valdið óbætanlegum skaða. Akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja er ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. „Undangengin ár þá sáum við mjög vaxandi fjölda slysa vegna fíkniefnaaksturs og það keyrði eiginlega um þverbak árið 2018,“ segir Þórhildur. Árið 2018 slösuðust 85 manns í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna þar af fjórtán alvarlega. Í fyrra slösuðust 36 manns og þar af fjórir alvarlega. Þórhildur vonast til að þróunin haldi áfram að vera jákvæð. Þá hefur verið nokkuð um það að fólk slasist í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu en sautján slösuðust í fyrra, þar af fimm alvarlega. „Ef fólk er að taka lyf sem getur valdið einhvers konar skerðingu á aksturshæfni þá er það alltaf áhættuþáttur sem við hjá Samgöngustofu viljum fyrir alla muni biðja fólk um að hafa í huga.“
Lögreglumál Fíkn Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erill hjá lögreglu vegna vímuefnaaksturs Lögregla sinnti í það minnsta sex útköllum frá klukkan 15 í gær þar til klukkan 5 í morgun vegna vímuefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu. 20. apríl 2020 06:53 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Erill hjá lögreglu vegna vímuefnaaksturs Lögregla sinnti í það minnsta sex útköllum frá klukkan 15 í gær þar til klukkan 5 í morgun vegna vímuefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu. 20. apríl 2020 06:53
122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“