Handbolti

Leikjum íslenska landsliðsins frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karen Knútsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Karen Knútsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Leikjum íslenska kvennalandsliðsins í handbolta gegn Tyrkjum í undankeppni EM hefur nú verið frestað en leikirnir áttu að fara fram 25. og 29. mars.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vefsíðu HSÍ.

Þar segir að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hafi tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum sem áttu að fara fram í undankeppni EM á þessum leikdögum. Hefur sambandið lagt til að leikirnir verði spilaði júní. 

Ekki hefur verið staðfest hvenær leikirnir munu þó fara fram þar sem sambandið getur ekki tryggt öryggi leikmanna né áhorfenda að þessu stöddu sökum COVID-19 veirunnar sem herjar nú á Evrópu sem og aðra hluta heimsins.

Ísland hefur leikið tvo leiki í undankeppninni, gegn Króatíu og Frakklandi, og tapað báðum sínum leikjum.

Yfirlýsing HSÍ

„Í ljósi þeirra áhrifa sem Covid-19 vírusinn hefur haft á evrópskt samfélag hefur EHF tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim landsleikjum sem fyrirhugaðir voru í 3. og 4. umferð í undankeppni EM 2020 í lok mars.”

„Ákvörðunin er tekin í fullu samráði við aðildarlöndin og hefur nú þegar verið lagt til að leikirnir verði spilaðir í byrjun júní. Það verður þó ekki staðfest fyrr en ljóst er hver þróunin verður í Evrópu næstu vikurnar. Handknattleikssamband Íslands mun tilkynna nýja leiktíma um leið og þeir verða staðfestir.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×