UFC stjarna skiptir þjálfurunum sínum út fyrir kærustuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 10:00 Mike Perry treystir kærustunni sinni Latory Gonzalez til að hjálpa sér í næstu bardögum. Þessi mynd af þeim skötuhjúum er af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp. MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ Sjá meira
Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp.
MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ Sjá meira