Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 10:50 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira