Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 10:50 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira