Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 10:50 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira