Íbúasamtök í vesturborginni telja of langt gengið í þéttingu byggðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 13:29 Framkvæmdir á Hlíðarenda í Reykjavík. Benóný gagnrýnir meðal annars að gengið hafi verið á Öskjuhlíð og Vatnsmýrina við þéttingu byggðar í borginni. Vísir/Vilhelm Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“. Reykjavík Skipulag Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira