Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 21:11 Tvö flug Icelandair eru áætluð til Kaupmannahafnar á morgun. Vísir/vilhelm Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52