Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 23:02 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst alls ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu í árdaga faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í landinu vegna veirunnar. Trump kynnti ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að hefta útbreiðslu faraldursins á blaðamannafundinum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi verður ríkisstjórninni heimilt veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni við veiruna. Trump kvaðst einmitt lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Viðbrögð Trumps og ríkisstjórnar hans við útbreiðslu veirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Þannig hafa sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt eða vel við því þegar smit hófu fyrst að greinast í Bandaríkjunum í byrjun árs. Í byrjun þessa mánaðar viðurkenndu yfirvöld jafnframt að skortur væri á prófum til að skima fyrir veirunni. Þá hafa slíkar skimanir gengið afar hægt og hlutfallslega fá sýni hafa verið tekin í Bandaríkjunum. Þannig er óttast að mun fleiri séu smitaðir í landinu en staðfest smit segja til um. Þá greindi Reuters frá því í fyrradag að embættismenn innan bandaríska heilbrigðiskerfisins hefðu fundað leynilega um kórónuveiruna síðan í janúar. Krafa um að efni fundanna yrði ekki gert opinbert er talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. „Ég veit ekkert um þetta“ Trump var ítrekað inntur eftir því á blaðamannafundinum í kvöld hvort hann áliti sem svo að hann bæri ábyrgð á mistökum stjórnvalda. Það kvaðst forsetinn ekki gera. „Ég ber alls ekki ábyrgð vegna þess að við fengum ákveðnar aðstæður upp í hendurnar og okkur voru gefnar reglur, reglugerður og skilyrði frá öðrum tíma,“ sagði Trump, og virtist þar með kenna fyrri ríkisstjórnum um svifaseinar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. Q: Do you take responsibility for the lag in #coronavirus testing? Trump: "No, I don't take responsibility at all." pic.twitter.com/bbFbZ7cCH3— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 13, 2020 Trump vildi heldur ekki gangast við því að hann bæri ábyrgð á því að farsóttarskrifstofa (e. pandemic office) Hvíta hússins hefði verið lögð niður árið 2018, tæpum tveimur árum eftir að Trump varð forseti. „Mér finnst þetta andstyggileg spurning,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið. „Þegar þú segir „ég“, ég gerði það ekki […] Ég veit ekkert um þetta.“ Q: What responsibility do you take for disbanding the White House pandemic officeTrump: it's a nasty question ... we saved thousands of lives because of the quick closing. And when you say me, I didn't do it... I don't know anything about it...I don't know anything about it." pic.twitter.com/Mh7uCjGIjN— Marc Caputo (@MarcACaputo) March 13, 2020 Sýnataka og ferðabann Þá sagði Trump að hann yrði líklega sjálfur prófaður fyrir kórónuveirunni „nokkuð fljótlega“. Greint var frá því nú í vikunni að Trump og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefðu fundað með brasilískum embættismanni sem síðar greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag sögðust hvorki Trump né Pence ætla að fara í skimun fyrir veirunni. Í byrjun vikunnar tilkynnti Trump að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á í öllum löndum innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Bannið tekur gildi í nótt. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að til greina kæmi að Bretlandi yrði mögulega bætt við bannlistann og þá kæmi einnig til greina að taka einhver landanna út af listanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst alls ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu í árdaga faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í landinu vegna veirunnar. Trump kynnti ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að hefta útbreiðslu faraldursins á blaðamannafundinum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi verður ríkisstjórninni heimilt veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni við veiruna. Trump kvaðst einmitt lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Viðbrögð Trumps og ríkisstjórnar hans við útbreiðslu veirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Þannig hafa sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt eða vel við því þegar smit hófu fyrst að greinast í Bandaríkjunum í byrjun árs. Í byrjun þessa mánaðar viðurkenndu yfirvöld jafnframt að skortur væri á prófum til að skima fyrir veirunni. Þá hafa slíkar skimanir gengið afar hægt og hlutfallslega fá sýni hafa verið tekin í Bandaríkjunum. Þannig er óttast að mun fleiri séu smitaðir í landinu en staðfest smit segja til um. Þá greindi Reuters frá því í fyrradag að embættismenn innan bandaríska heilbrigðiskerfisins hefðu fundað leynilega um kórónuveiruna síðan í janúar. Krafa um að efni fundanna yrði ekki gert opinbert er talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. „Ég veit ekkert um þetta“ Trump var ítrekað inntur eftir því á blaðamannafundinum í kvöld hvort hann áliti sem svo að hann bæri ábyrgð á mistökum stjórnvalda. Það kvaðst forsetinn ekki gera. „Ég ber alls ekki ábyrgð vegna þess að við fengum ákveðnar aðstæður upp í hendurnar og okkur voru gefnar reglur, reglugerður og skilyrði frá öðrum tíma,“ sagði Trump, og virtist þar með kenna fyrri ríkisstjórnum um svifaseinar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. Q: Do you take responsibility for the lag in #coronavirus testing? Trump: "No, I don't take responsibility at all." pic.twitter.com/bbFbZ7cCH3— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 13, 2020 Trump vildi heldur ekki gangast við því að hann bæri ábyrgð á því að farsóttarskrifstofa (e. pandemic office) Hvíta hússins hefði verið lögð niður árið 2018, tæpum tveimur árum eftir að Trump varð forseti. „Mér finnst þetta andstyggileg spurning,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið. „Þegar þú segir „ég“, ég gerði það ekki […] Ég veit ekkert um þetta.“ Q: What responsibility do you take for disbanding the White House pandemic officeTrump: it's a nasty question ... we saved thousands of lives because of the quick closing. And when you say me, I didn't do it... I don't know anything about it...I don't know anything about it." pic.twitter.com/Mh7uCjGIjN— Marc Caputo (@MarcACaputo) March 13, 2020 Sýnataka og ferðabann Þá sagði Trump að hann yrði líklega sjálfur prófaður fyrir kórónuveirunni „nokkuð fljótlega“. Greint var frá því nú í vikunni að Trump og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefðu fundað með brasilískum embættismanni sem síðar greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag sögðust hvorki Trump né Pence ætla að fara í skimun fyrir veirunni. Í byrjun vikunnar tilkynnti Trump að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á í öllum löndum innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Bannið tekur gildi í nótt. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að til greina kæmi að Bretlandi yrði mögulega bætt við bannlistann og þá kæmi einnig til greina að taka einhver landanna út af listanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10
Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52