KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 18:00 Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær fyrir KR en er nú komin í herbúðir Vals. VÍSIR/BÁRA Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. „Að vera að semja við leikmann núna er eitthvað sem að mér finnst pínu skrýtið,“ sagði Böðvar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Þar sagði Böðvar ljóst að erfitt hefði verið síðustu vikur að gera skuldbindingar, í ljósi þess að KR hefði orðið af 15-20 milljónum króna þegar úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum búin að ræða málið við þá leikmenn sem eru núna í KR, í meistaraflokki karla og kvenna, og ég hef beðið fólk um að sýna þolinmæði, sem það hefur gert,“ sagði Böðvar, en Hildur skrifaði undir samning hjá Val þann 13. maí. „Ég sendi inn tilboð á Hildi um þessa helgi (9.-10. maí), og svo í vikunni er blaðamannafundur á Híðarenda þar sem er tilkynnt um hennar komu. Tilboðið sem ég bauð Hildi var náttúrulega ekki nálægt því sem að Valsmenn buðu, og því fór sem fór. Hildur er atvinnukona og hún reyndist félaginu gríðarlega vel. Hún er frábær persónuleiki innan vallar sem utan og ég óska henni bara alls hins besta,“ sagði Böðvar. En hvað um það sem Hildur sagði, að hún hefði í raun sjálf þurft að hafa samband við KR til að vita hver vilji félagsins væri varðandi hennar mál? „Ég var nú reyndar í samskiptum við umboðsmann hennar, þar sem að öll samskipti frá byrjun hafa farið í gegnum umboðsmanninn. Það var eitthvað sem að Hildur vildi sjálf,“ sagði Böðvar, sem í dag kynnti Francisco Garcia sem nýjan þjálfara kvennaliðs KR. Klippa: Sportið í dag - Böðvar tjáir sig um brotthvarf Hildar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00 Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. „Að vera að semja við leikmann núna er eitthvað sem að mér finnst pínu skrýtið,“ sagði Böðvar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Þar sagði Böðvar ljóst að erfitt hefði verið síðustu vikur að gera skuldbindingar, í ljósi þess að KR hefði orðið af 15-20 milljónum króna þegar úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum búin að ræða málið við þá leikmenn sem eru núna í KR, í meistaraflokki karla og kvenna, og ég hef beðið fólk um að sýna þolinmæði, sem það hefur gert,“ sagði Böðvar, en Hildur skrifaði undir samning hjá Val þann 13. maí. „Ég sendi inn tilboð á Hildi um þessa helgi (9.-10. maí), og svo í vikunni er blaðamannafundur á Híðarenda þar sem er tilkynnt um hennar komu. Tilboðið sem ég bauð Hildi var náttúrulega ekki nálægt því sem að Valsmenn buðu, og því fór sem fór. Hildur er atvinnukona og hún reyndist félaginu gríðarlega vel. Hún er frábær persónuleiki innan vallar sem utan og ég óska henni bara alls hins besta,“ sagði Böðvar. En hvað um það sem Hildur sagði, að hún hefði í raun sjálf þurft að hafa samband við KR til að vita hver vilji félagsins væri varðandi hennar mál? „Ég var nú reyndar í samskiptum við umboðsmann hennar, þar sem að öll samskipti frá byrjun hafa farið í gegnum umboðsmanninn. Það var eitthvað sem að Hildur vildi sjálf,“ sagði Böðvar, sem í dag kynnti Francisco Garcia sem nýjan þjálfara kvennaliðs KR. Klippa: Sportið í dag - Böðvar tjáir sig um brotthvarf Hildar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00 Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00
Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16