KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 18:00 Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær fyrir KR en er nú komin í herbúðir Vals. VÍSIR/BÁRA Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. „Að vera að semja við leikmann núna er eitthvað sem að mér finnst pínu skrýtið,“ sagði Böðvar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Þar sagði Böðvar ljóst að erfitt hefði verið síðustu vikur að gera skuldbindingar, í ljósi þess að KR hefði orðið af 15-20 milljónum króna þegar úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum búin að ræða málið við þá leikmenn sem eru núna í KR, í meistaraflokki karla og kvenna, og ég hef beðið fólk um að sýna þolinmæði, sem það hefur gert,“ sagði Böðvar, en Hildur skrifaði undir samning hjá Val þann 13. maí. „Ég sendi inn tilboð á Hildi um þessa helgi (9.-10. maí), og svo í vikunni er blaðamannafundur á Híðarenda þar sem er tilkynnt um hennar komu. Tilboðið sem ég bauð Hildi var náttúrulega ekki nálægt því sem að Valsmenn buðu, og því fór sem fór. Hildur er atvinnukona og hún reyndist félaginu gríðarlega vel. Hún er frábær persónuleiki innan vallar sem utan og ég óska henni bara alls hins besta,“ sagði Böðvar. En hvað um það sem Hildur sagði, að hún hefði í raun sjálf þurft að hafa samband við KR til að vita hver vilji félagsins væri varðandi hennar mál? „Ég var nú reyndar í samskiptum við umboðsmann hennar, þar sem að öll samskipti frá byrjun hafa farið í gegnum umboðsmanninn. Það var eitthvað sem að Hildur vildi sjálf,“ sagði Böðvar, sem í dag kynnti Francisco Garcia sem nýjan þjálfara kvennaliðs KR. Klippa: Sportið í dag - Böðvar tjáir sig um brotthvarf Hildar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00 Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. „Að vera að semja við leikmann núna er eitthvað sem að mér finnst pínu skrýtið,“ sagði Böðvar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Þar sagði Böðvar ljóst að erfitt hefði verið síðustu vikur að gera skuldbindingar, í ljósi þess að KR hefði orðið af 15-20 milljónum króna þegar úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum búin að ræða málið við þá leikmenn sem eru núna í KR, í meistaraflokki karla og kvenna, og ég hef beðið fólk um að sýna þolinmæði, sem það hefur gert,“ sagði Böðvar, en Hildur skrifaði undir samning hjá Val þann 13. maí. „Ég sendi inn tilboð á Hildi um þessa helgi (9.-10. maí), og svo í vikunni er blaðamannafundur á Híðarenda þar sem er tilkynnt um hennar komu. Tilboðið sem ég bauð Hildi var náttúrulega ekki nálægt því sem að Valsmenn buðu, og því fór sem fór. Hildur er atvinnukona og hún reyndist félaginu gríðarlega vel. Hún er frábær persónuleiki innan vallar sem utan og ég óska henni bara alls hins besta,“ sagði Böðvar. En hvað um það sem Hildur sagði, að hún hefði í raun sjálf þurft að hafa samband við KR til að vita hver vilji félagsins væri varðandi hennar mál? „Ég var nú reyndar í samskiptum við umboðsmann hennar, þar sem að öll samskipti frá byrjun hafa farið í gegnum umboðsmanninn. Það var eitthvað sem að Hildur vildi sjálf,“ sagði Böðvar, sem í dag kynnti Francisco Garcia sem nýjan þjálfara kvennaliðs KR. Klippa: Sportið í dag - Böðvar tjáir sig um brotthvarf Hildar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00 Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00
Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn