Grunar að Jón Arnór eigi hinsta dansinn eftir Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 21:00 Körfuboltaferli Jóns Arnórs Stefánssonar gæti hafa lokið í vetur. VÍSIR/BÁRA Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon gætu vel átt eftir að spila með KR á næstu leiktíð og freista þess að tryggja liðinu sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð í körfubolta. Þetta mátti heyra á Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag. Hann kvaðst hafa átt góðan fund í síðustu viku með leikmönnum en viðurkenndi að staðan væri óljós varðandi Jón Arnór og Helga Má. Jón Arnór sagði í viðtali í Sportinu í kvöld þann 1. apríl að meiri líkur en minni væru á að hann væri nú hættur að spila körfubolta. „Ég veit ekki alveg stöðuna með Jón Arnór. Hann segist vera farinn að hallast að því að hann sé hættur en mig grunar nú að hann eigi eftir að skipta um skoðun í sumar og taka hinsta dansinn, og klára mótið. Það er hundleiðinlegt að hafa ekki getað klárað. Helgi Magnússon liggur líka undir feldi og er að hugsa málið. Við erum ekki með neina pressu á þá en þeir þurfa bara að gefa okkur svör þegar líður á sumarið,“ sagði Böðvar en minntist ekki á Jakob Örn Sigurðarson, sem ku vera samningslaus. Spurður út í Kristófer Acox, sem nýráðinn þjálfari Darri Freyr Atlason sagði í dag að þyrfti að axla enn meiri ábyrgð en áður hjá KR, svaraði Böðvar: „Kristófer Acox er flottur leikmaður og það er ekkert skrýtið þó að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er samningsbundinn KR þannig að hann verður hér áfram,“ og benti svo á að einnig væri til staðar hjá KR góður efniviður ungra leikmanna. Klippa: Sportið í dag - Vongóður um að Jón Arnór spili á næstu leiktíð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 „Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon gætu vel átt eftir að spila með KR á næstu leiktíð og freista þess að tryggja liðinu sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð í körfubolta. Þetta mátti heyra á Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag. Hann kvaðst hafa átt góðan fund í síðustu viku með leikmönnum en viðurkenndi að staðan væri óljós varðandi Jón Arnór og Helga Má. Jón Arnór sagði í viðtali í Sportinu í kvöld þann 1. apríl að meiri líkur en minni væru á að hann væri nú hættur að spila körfubolta. „Ég veit ekki alveg stöðuna með Jón Arnór. Hann segist vera farinn að hallast að því að hann sé hættur en mig grunar nú að hann eigi eftir að skipta um skoðun í sumar og taka hinsta dansinn, og klára mótið. Það er hundleiðinlegt að hafa ekki getað klárað. Helgi Magnússon liggur líka undir feldi og er að hugsa málið. Við erum ekki með neina pressu á þá en þeir þurfa bara að gefa okkur svör þegar líður á sumarið,“ sagði Böðvar en minntist ekki á Jakob Örn Sigurðarson, sem ku vera samningslaus. Spurður út í Kristófer Acox, sem nýráðinn þjálfari Darri Freyr Atlason sagði í dag að þyrfti að axla enn meiri ábyrgð en áður hjá KR, svaraði Böðvar: „Kristófer Acox er flottur leikmaður og það er ekkert skrýtið þó að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er samningsbundinn KR þannig að hann verður hér áfram,“ og benti svo á að einnig væri til staðar hjá KR góður efniviður ungra leikmanna. Klippa: Sportið í dag - Vongóður um að Jón Arnór spili á næstu leiktíð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 „Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16
„Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24