Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 12:08 Allt útlit er fyrir að Tom Cruise geti farið til geimstöðvarinnar, vilji hann það. AP/Mark Schiefelbein Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan. Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira