Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 14:19 Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, á sjónvarpsskjá í Hong Kong. Kínverska þingið samþykkti umdeild þjóðaröryggislög sem eru sögð þrengja að réttindum íbúa sjálfstjórnarsvæðisins. Vísir/EPA Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. Yfirlýstur tilgangur svonefndra þjóðaröryggislaga sem kínverska þingið samþykkti er að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og þá geta Kínverjar nú komið upp starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Lögin urðu kveikjan að fyrstu fjöldamótmælunum í Hong Kong í fleiri mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vestrænu ríkjanna fjögurra lýsa þau áhyggjum að auk þess að takmarka frelsi Hong Kong-búa grafi lögin undan stöðu héraðsins sem fjármálamiðstöðvar heimsins. Þannig væri grafið undan sjálfstjórn héraðsins og kerfisins sem hafi tryggt því hagsæld í gegnum tíðina. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 gegn skuldbindingu um að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja að þjóðaröryggislögin séu í trássi við þá skuldbindingu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að þessi aðgerð muni ágera djúpan klofning í samfélaginu í Hong Kong sem er þegar til staðar,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna. Kína Hong Kong Bandaríkin Bretland Kanada Ástralía Tengdar fréttir Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. Yfirlýstur tilgangur svonefndra þjóðaröryggislaga sem kínverska þingið samþykkti er að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og þá geta Kínverjar nú komið upp starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Lögin urðu kveikjan að fyrstu fjöldamótmælunum í Hong Kong í fleiri mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vestrænu ríkjanna fjögurra lýsa þau áhyggjum að auk þess að takmarka frelsi Hong Kong-búa grafi lögin undan stöðu héraðsins sem fjármálamiðstöðvar heimsins. Þannig væri grafið undan sjálfstjórn héraðsins og kerfisins sem hafi tryggt því hagsæld í gegnum tíðina. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 gegn skuldbindingu um að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja að þjóðaröryggislögin séu í trássi við þá skuldbindingu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að þessi aðgerð muni ágera djúpan klofning í samfélaginu í Hong Kong sem er þegar til staðar,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna.
Kína Hong Kong Bandaríkin Bretland Kanada Ástralía Tengdar fréttir Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57
Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57