Pabbi týndist og er nú farinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 28. maí 2020 15:00 Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun