Rosalegustu félagaskipti í sögu norsks handbolta – Abalo kemur í stað Sigvalda Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 17:12 Luc Abalo hefur meðal annars tvívegis orðið Ólympíumeistari með Frökkum. VÍSIR/GETTY Luc Abalo, sem átta sinnum hefur unnið gullverðlaun á stórmóti með Frakklandi, er genginn í raðir norska handknattleiksliðsins Elverum þar sem hann mun fylla skarð Sigvalda Björns Guðjónssonar. Sigvaldi er farinn til pólsku meistaranna í Vive Kielce og í hans stað kemur stærsta stjarna sem spilað hefur í Noregi. Um það verður líklega ekki deilt. „Þetta eru stærstu félagaskipti sem hafa átt sér stað í norskum handbolta, um það er ég handviss,“ segir Nils Kristian Myhre, íþróttastjóri Elverum, og handboltasérfræðingurinn Bent Svele tekur undir það í viðtali við TV2. „Þetta er óraunverulegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri mögulegt að fá leikmann í þessum flokki í norskt félagslið. Þetta er án vafa stærsta félagaskiptafrétt handboltasögunnar hérna, enda um heimsþekkta stjörnu að ræða. Þetta er viðurkenning og verður mikil veisla að fá svona leikmann til Noregs,“ sagði Svele. Transfer bomb The French national player of @psghand, @lucabalo, joins the Norwegian League club Elverum HH on a 1-year contract for the upcoming season. : @ElverumHandball #handball pic.twitter.com/DOjq9XeI0e— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 28, 2020 Abalo, sem er 35 ára, hefur leikið 262 landsleiki og skorað yfir 800 mörk. Auk þess að vinna samtals átta gullverðlaun á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum, hefur hann náð góðum árangri með félagsliðum og meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu með Ciudad Real. Hann var síðast hjá PSG. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi eiga eftir að spila í Noregi en þetta reyndist vera sú áskorun sem ég vissi ekki af,“ sagði Abalo. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en eftir að þeim var frestað um eitt ár ákvað hann að halda áfram og grípa tækifærið sem bauðst í Noregi. Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira
Luc Abalo, sem átta sinnum hefur unnið gullverðlaun á stórmóti með Frakklandi, er genginn í raðir norska handknattleiksliðsins Elverum þar sem hann mun fylla skarð Sigvalda Björns Guðjónssonar. Sigvaldi er farinn til pólsku meistaranna í Vive Kielce og í hans stað kemur stærsta stjarna sem spilað hefur í Noregi. Um það verður líklega ekki deilt. „Þetta eru stærstu félagaskipti sem hafa átt sér stað í norskum handbolta, um það er ég handviss,“ segir Nils Kristian Myhre, íþróttastjóri Elverum, og handboltasérfræðingurinn Bent Svele tekur undir það í viðtali við TV2. „Þetta er óraunverulegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri mögulegt að fá leikmann í þessum flokki í norskt félagslið. Þetta er án vafa stærsta félagaskiptafrétt handboltasögunnar hérna, enda um heimsþekkta stjörnu að ræða. Þetta er viðurkenning og verður mikil veisla að fá svona leikmann til Noregs,“ sagði Svele. Transfer bomb The French national player of @psghand, @lucabalo, joins the Norwegian League club Elverum HH on a 1-year contract for the upcoming season. : @ElverumHandball #handball pic.twitter.com/DOjq9XeI0e— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 28, 2020 Abalo, sem er 35 ára, hefur leikið 262 landsleiki og skorað yfir 800 mörk. Auk þess að vinna samtals átta gullverðlaun á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum, hefur hann náð góðum árangri með félagsliðum og meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu með Ciudad Real. Hann var síðast hjá PSG. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi eiga eftir að spila í Noregi en þetta reyndist vera sú áskorun sem ég vissi ekki af,“ sagði Abalo. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en eftir að þeim var frestað um eitt ár ákvað hann að halda áfram og grípa tækifærið sem bauðst í Noregi.
Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira