Bogi Nils: Þarf fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið nýja sókn Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 14:42 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst vona að starfsmenn komi til móts við beiðni félagsins um skert launa- eða starfshlutfall á meðan það komist yfir erfiðasta hjallann. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé. Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé.
Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56