Bogi Nils: Þarf fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið nýja sókn Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 14:42 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst vona að starfsmenn komi til móts við beiðni félagsins um skert launa- eða starfshlutfall á meðan það komist yfir erfiðasta hjallann. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé. Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé.
Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56