Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 19:35 Crew Dragon geimfarið á toppi Falcon 9 eldflaugar í Flórída. Vísir/SpaceX Uppfært 19:35 Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída. Um er að ræða fyrstu mönnuðu geimferðina frá Bandaríkjunum frá 2011 og fyrsta skiptið sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Það mun taka geimfarana um 19 klukkustundir að ná til geimstöðvarinnar. Fyrsta stig eldflaugarinnar sem bar þá út í geim lenti svo á drónaskipi SpaceX, Of Course I Still Love You,undan ströndum Flórída. Allt virðist hafa heppnast vel og þeir Hurley og Behnken eru nú á braut um jörðu á um 27 þúsund kílómetra hraða. We have liftoff. History is made as @NASA_Astronauts launch from @NASAKennedy for the first time in nine years on the @SpaceX Crew Dragon: pic.twitter.com/alX1t1JBAt— NASA (@NASA) May 30, 2020 Main engine cutoff and stage separation confirmed. Second stage engine burn underway https://t.co/bJFjLCzWdK pic.twitter.com/BFFXVRrbQ6— SpaceX (@SpaceX) May 30, 2020 Crew Dragon has successfully separated. Next stop? The International @Space_Station. #LaunchAmerica pic.twitter.com/rDKFzPouTE— NASA (@NASA) May 30, 2020 Upprunlega fréttin Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug var frestað á miðvikudaginn vegna veðurs og útlit er fyrir að fresta verði því aftur í kvöld. Jim Bridenstein sagði á miðvikudaginn að veðrið hefði „leikið okkur grátt“ en það hafi verið rétt ákvörðun að fresta geimskotin Í gærkvöldi áætluðu veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna að um helmingslíkur væru á því að fresta þyrfti geimskotinu aftur. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nú upp úr hádegi að enn væru helmingslíkur á því að af geimskotinu yrði. Uppfært 18:45 Bridenstine sagði fyrir skömmu að eins og staðan var um klukkustund fyrir ætlað geimskot, liti veðrið vel út. Líklegast yrði geimskotið á áætlun. Weather is a GO for launch! #LaunchAmerica— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 30, 2020 Áhyggjur þeirra snúa að mestu að rigningu og skýjum en einnig að mögulegum eldingum og vindhviðum. Það þarf ekki eingöngu að huga að veðrinu á skotstaðnum sjálfum við Kennedy Center í Flórída, heldur einnig að veðrinu undan ströndum Flórída. Ef eitthvað kemur upp á eða hætta þarf við geimskotið gætu þeir Doug Hurley og Bob Behnken þurft að nauðlenda í Atlantshafinu. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, eiga að vera um borð í geimstöðinni í fjóra mánuði í mesta lagi. Það fer eftir því hve vel geimskotið tekst og hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Hér að neðan má fylgjast með útsendingu NASA, sem hefst klukkan þrjú í dag. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Uppfært 19:35 Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída. Um er að ræða fyrstu mönnuðu geimferðina frá Bandaríkjunum frá 2011 og fyrsta skiptið sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Það mun taka geimfarana um 19 klukkustundir að ná til geimstöðvarinnar. Fyrsta stig eldflaugarinnar sem bar þá út í geim lenti svo á drónaskipi SpaceX, Of Course I Still Love You,undan ströndum Flórída. Allt virðist hafa heppnast vel og þeir Hurley og Behnken eru nú á braut um jörðu á um 27 þúsund kílómetra hraða. We have liftoff. History is made as @NASA_Astronauts launch from @NASAKennedy for the first time in nine years on the @SpaceX Crew Dragon: pic.twitter.com/alX1t1JBAt— NASA (@NASA) May 30, 2020 Main engine cutoff and stage separation confirmed. Second stage engine burn underway https://t.co/bJFjLCzWdK pic.twitter.com/BFFXVRrbQ6— SpaceX (@SpaceX) May 30, 2020 Crew Dragon has successfully separated. Next stop? The International @Space_Station. #LaunchAmerica pic.twitter.com/rDKFzPouTE— NASA (@NASA) May 30, 2020 Upprunlega fréttin Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug var frestað á miðvikudaginn vegna veðurs og útlit er fyrir að fresta verði því aftur í kvöld. Jim Bridenstein sagði á miðvikudaginn að veðrið hefði „leikið okkur grátt“ en það hafi verið rétt ákvörðun að fresta geimskotin Í gærkvöldi áætluðu veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna að um helmingslíkur væru á því að fresta þyrfti geimskotinu aftur. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nú upp úr hádegi að enn væru helmingslíkur á því að af geimskotinu yrði. Uppfært 18:45 Bridenstine sagði fyrir skömmu að eins og staðan var um klukkustund fyrir ætlað geimskot, liti veðrið vel út. Líklegast yrði geimskotið á áætlun. Weather is a GO for launch! #LaunchAmerica— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 30, 2020 Áhyggjur þeirra snúa að mestu að rigningu og skýjum en einnig að mögulegum eldingum og vindhviðum. Það þarf ekki eingöngu að huga að veðrinu á skotstaðnum sjálfum við Kennedy Center í Flórída, heldur einnig að veðrinu undan ströndum Flórída. Ef eitthvað kemur upp á eða hætta þarf við geimskotið gætu þeir Doug Hurley og Bob Behnken þurft að nauðlenda í Atlantshafinu. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, eiga að vera um borð í geimstöðinni í fjóra mánuði í mesta lagi. Það fer eftir því hve vel geimskotið tekst og hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Hér að neðan má fylgjast með útsendingu NASA, sem hefst klukkan þrjú í dag.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira