Segir að enska knattspyrnusambandið eigi að skammast sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 16:15 Úr leik Manchester City og Chelsea á tímabilinu. Getty/Vísir Suzanne Wrack, pistlahöfundur enska miðilsins The Guardian, lét enska knattspyrnusambandið fá það óþvegið í pistli sínum sem birtist fyrir helgi. Þar gagnrýnir hún viðbrögð knattspyrnusambandsins við kórónufaraldrinum og hvernig sambandið aflýsti einfaldlega efstu tveimur deildum kvenna á meðan allt er gert til að klára leiktímabilin í efstu tveimur deildum karla. Á mánudaginn var ákvað enska knattspyrnusambandið að aflýsa keppni í Ofurdeild kvenna eins og hún er kölluð sem og B-deildinni þar í landi. Ef til vill væri það eðlilegt ef ákveðið hefði verið að gera það einnig karlamegin. Í Bandaríkjunum verður kvennafótbolti fyrsta íþróttin til að fara aftur af stað eftir kórónufaraldurinn. Þá fór þýska úrvalsdeildin aftur af stað um helgina þar sem bæði Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni með sínum liðum. Munu þýsku liðin aðeins hafa æft með hefðbundnu sniði í eina viku áður en keppni hefst. Nú þegar hefur það sýnt sig að meiðslatíðni leikmanna karlamegin er mun meiri nú eftir að leikmenn höfðu æft einir á meðan kórónufaraldrinum stóð. Suzanne Wrack bendir á eignarhald þýsku félaganna og hvernig gildi íþrótta hafi þar með betur gegn efnahagslegum gildum, sem er að því virðist ein stærsta ástæðan á bak við ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa einfaldlega kvennaknattspyrnu. Germany rallied to women's football cause the FA should be embarrassed @SuzyWrack https://t.co/dPsdF3kuXT— Guardian sport (@guardian_sport) May 29, 2020 Fjögur af stærstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar, karlamegin, hafa alls gefið í kringum 20 milljónir evra til að aðstoða bæði lið í neðri deildum sem og kvennalið þar sem fjármagn er af skornum skorti. „Við getum aðeins komist yfir þessa krísu ef við stöndum saman, því það er aðeins einn fótbolti,“ sagði Fritz Keller, foresti þýska knattspyrnusambandsins. Vert er að minnast á að Pepsi deild kvenna fer af stað þann 12. júní þegar erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Suzanne Wrack, pistlahöfundur enska miðilsins The Guardian, lét enska knattspyrnusambandið fá það óþvegið í pistli sínum sem birtist fyrir helgi. Þar gagnrýnir hún viðbrögð knattspyrnusambandsins við kórónufaraldrinum og hvernig sambandið aflýsti einfaldlega efstu tveimur deildum kvenna á meðan allt er gert til að klára leiktímabilin í efstu tveimur deildum karla. Á mánudaginn var ákvað enska knattspyrnusambandið að aflýsa keppni í Ofurdeild kvenna eins og hún er kölluð sem og B-deildinni þar í landi. Ef til vill væri það eðlilegt ef ákveðið hefði verið að gera það einnig karlamegin. Í Bandaríkjunum verður kvennafótbolti fyrsta íþróttin til að fara aftur af stað eftir kórónufaraldurinn. Þá fór þýska úrvalsdeildin aftur af stað um helgina þar sem bæði Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni með sínum liðum. Munu þýsku liðin aðeins hafa æft með hefðbundnu sniði í eina viku áður en keppni hefst. Nú þegar hefur það sýnt sig að meiðslatíðni leikmanna karlamegin er mun meiri nú eftir að leikmenn höfðu æft einir á meðan kórónufaraldrinum stóð. Suzanne Wrack bendir á eignarhald þýsku félaganna og hvernig gildi íþrótta hafi þar með betur gegn efnahagslegum gildum, sem er að því virðist ein stærsta ástæðan á bak við ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa einfaldlega kvennaknattspyrnu. Germany rallied to women's football cause the FA should be embarrassed @SuzyWrack https://t.co/dPsdF3kuXT— Guardian sport (@guardian_sport) May 29, 2020 Fjögur af stærstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar, karlamegin, hafa alls gefið í kringum 20 milljónir evra til að aðstoða bæði lið í neðri deildum sem og kvennalið þar sem fjármagn er af skornum skorti. „Við getum aðeins komist yfir þessa krísu ef við stöndum saman, því það er aðeins einn fótbolti,“ sagði Fritz Keller, foresti þýska knattspyrnusambandsins. Vert er að minnast á að Pepsi deild kvenna fer af stað þann 12. júní þegar erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00
„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00