Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 23:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, Robert O'Brien (til hægri) ásamt starfsmannastjóra Hvíta hússins (Mark Meadows) 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd lést. Getty/Sarah Silbiger Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira