Fótbolti

Er Saúl að hafa Manchester United að fíflum?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er leikmaður Atletico Madrid að fífla Manchester United?
Er leikmaður Atletico Madrid að fífla Manchester United? EPA-EFE/PETER POWELL

Spænski miðvallarleikmaðurinn Saúl Ñíguez tilkynnti um helgina að hann myndi skipta um félag á næstu þremur dögum. Það kom mörgum á óvart en Saúl er með samning við spænska félagið Atletico Madrid til ársins 2026. 

Þá er hann með 135 milljón punda klásúlu í samningi sínum þannig að það er ljóst að Atletico myndi selja hann dýrt ef félagið myndi leyfa honum að fara á annað borð.

Saúl hefur gefið stuðningsmönnum enska félagsins Manchester United undir fótinn á Instagram-síðu sinni þar sem hann er nú byrjaður að „elta“ félagið sjálft, fyrrum leikmenn á borð við David Beckham og Patrice Evra ásamt núverandi leikmönnum á borð við Paul Pogba, Juan Mata, Bruno Fernandes og Marcus Rashford.

Það virðist þó ekki allt vera með felldu en talið er að Saúl sé að ganga til liðs við rafíþróttalið og sé þannig að hafa enska félagið að fíflum en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Man Utd allt síðan Louis van Gaal var þjálfari liðsins.

Saúl spilaði stóran þátt í sigri Atletico á Evrópumeisturum Liverpool í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði sigurmarkið í leik liðanna á Spáni. Atletico fór svo áfram eftir framlengdan leik á Anfield.


Tengdar fréttir

Saúl: Vitum hvernig við getum meitt Liverpool

Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, segir að liðið viti hvernig það geti meitt Liverpool en liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×