Barátta foreldra grunnskólabarna Þuríður Sóley Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 11:00 Á barnið þitt í erfiðleikum í skólanum? Er því strítt? Á það ekki vini? Er það kannski með ADHD og bíður árum saman eftir greiningu? Sitjið þið klukkutímum saman yfir heimalærdómi sem skólinn segir að sé auðveldur og haldið sé í lágmarki þar til barnið grætur af vanmætti og þolinmæðin þín þarf að ná hæðum sem þú vissir ekki að væri til? Veldur skólinn togstreitu milli þín og barnsins eða jafnvel ykkar foreldranna? Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er já þá ertu þú ekki ein/n. Fjöldi foreldra glímir við sömu vandamálin og stendur frammi fyrir sama kerfisveggnum. Hvernig kemur það til að það fellur alltaf í hlut foreldranna að vakta námsörðugleika barnsins og berjast síðan við skólann um að það fái aðstoð? Það hafa ekki allir foreldrar þekkingu eða tíma til að standa í slíku og þetta kerfi mismunar börnum á óafturkræfan hátt. Á meðan furðar sumt fullorðið fólk sig á því hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna eykst þegar kröfurnar og truflanirnar sem þau búa við í nútímasamfélagi eru gífurlegar. Sem dæmi um þetta óréttlæti í kerfinu má nefna að börn með ADHD dragast aftur úr í þroska og námi ef miðað er við jafnaldra þeirra. Þau upplifa sig heimsk og að þau geti ekki lært. Á endanum gefast þau upp. Á meðan þessu stendur líður foreldrunum eins og þau séu ítrekað að berjast á móti straumnum og horfa öfundaraugum til foreldra sem segja námið ekki þungt og heimavinnuna ekki mikla. Barn með ADHD getur þurft margar klukkustundir til að vinna verkefni á meðan hin í bekknum klára það á hálftíma. Stefnan í grunnskólum í dag er sú að börnin vinni vinnu sína í skólanum og ef þeim tekst ekki að klára þá breytist skólaverkefnið í heimaverkefni. ADHD barnið er því nánast alltaf með heimavinnu því það er borin von fyrir það að klára vinnuna í skólanum. Þetta tekur af því frítíma og gæðastundir með foreldrum verða færri með hverju ári þegar grunnskólinn þyngist. Úrræðið sem stendur foreldrum til boða er að fara í gegnum greiningarferli síns sveitafélags í gegnum skólann sem tekur mislangan tíma eftir stöðu og búsetu barnsins. Efnameiri foreldrar geta farið einkaleiðina og borgað tugi þúsunda fyrir og slíkt eykur ójöfnuðinn sem kerfið stuðlar að, en algengt er að barnið bíði í tvö ár eftir því að greiningarferlið hefjist. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það er margt sem breytist á þeim tíma en í sumum tilfellum bíða þau þess aldrei bætur. Þau geta verið komin það langt aftur úr að þau ná ekki að vinna upp og ná jafnöldrum sínum í námi. Sjálfsmyndin getur verið orðin það brotin eða löskuð að trúin kemur jafnvel aldrei aftur eða í sumum tilvikum ekki fyrr en löngu seinna á fullorðinsárum þegar einstaklingurinn snýr aftur í skóla og uppgötvar hæfileika og gáfur sem hann óraði ekki fyrir á æskuárunum. Í þessum hóp af krökkum leynast börn með ADHD sem skólinn horfir framhjá, þau sitja í tímum og trufla engan nema sig sjálf. Í alltof stórum bekkjum þar sem kennarinn þarf að sinna 20-30 börnum geta þau orðið ósýnileg og komast upp með að sitja afskiptalaus og teikna eða dagdreyma svo lengi sem þau krefjast ekki athygli eða trufla hina. Það getur leitt af sér að það dregst um mörg ár að taka eftir og vekja athygli foreldra á vandamálinu; eða það uppgötvast ekki fyrr en á fullorðinsárum; eða foreldrar þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu og sannfæra skólann um að barnið þarf hjálp. Þessu er öfugt farið þegar barnið er með hegðunarvaldamál, truflar bæði sig og hina krakkana og einokar athygli kennarans. Í þeim tilvikum hefur skólinn samband við foreldra og nánast grátbiður þá um að koma barninu í ferli og að koma því á lyf — allt til að drepa niður alla hreyfiþörf og „óþekkt“ sem barnið býr yfir eins og stundum er haldið fram en „erfiða“ barnið getur loksins einbeitt sér, eignast vini og líður oft miklu betur. Þessi börn eru síðan sett í forgang á meðan „þægu“ og „prúðu“ ADHD börnin rækta vandamálin afskiptalaust í langan tíma og fellur það síðan í hlut foreldranna að taka tryggja þeirra máli farveg í kerfinu, svo þau verði ekki líka ósýnileg þar. Að foreldrar þurfi að berjast við skólann og kerfið til að tryggja börnunum hjálp er tugga, eins gömul og skólakerfið okkar í þeirri mynd sem það er í núna. Bekkirnir eru alltof stórir, kerfið er ógegnsætt og biðtími langur. Hver man ekki eftir þessum tíu árum þar sem sköpunarkrafturinn var hægt og rólega murkaður úr okkur á meðan okkur var kennt að sitja kyrr? Þar sem öllum var troðið undir sama hatt, óháð getu, hæfileikum, þroskastigi, heimilisaðstæðum og öllum þeim breytum sem fylgja því að vera manneskja. Staðan er einföld. Það þarf aukið fjármagn til að tryggja kennurum og skólum úrræðin sem þarf til að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn námsörðugleikum barna svo þau vandamál fái ekki að grassera og stækka. Bekkirnir þurfa að vera minni og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að fræðslu um kerfið svo hvert heimili þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið varðandi hvernig hjálpa skuli hverju barni fyrir sig. En þótt lausnin sé einföld fellur það í hlut stjórnvalda og bæjarstjórna að gera eitthvað til að leysa vandamálið sem starir á þau ár hvert og þau kjósa að hundsa. Börnin okkar eiga betra skilið og það er í þágu samfélagsins að veita þeim það. Höfundur er MA-nemi í ritlist og stjúpforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á barnið þitt í erfiðleikum í skólanum? Er því strítt? Á það ekki vini? Er það kannski með ADHD og bíður árum saman eftir greiningu? Sitjið þið klukkutímum saman yfir heimalærdómi sem skólinn segir að sé auðveldur og haldið sé í lágmarki þar til barnið grætur af vanmætti og þolinmæðin þín þarf að ná hæðum sem þú vissir ekki að væri til? Veldur skólinn togstreitu milli þín og barnsins eða jafnvel ykkar foreldranna? Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er já þá ertu þú ekki ein/n. Fjöldi foreldra glímir við sömu vandamálin og stendur frammi fyrir sama kerfisveggnum. Hvernig kemur það til að það fellur alltaf í hlut foreldranna að vakta námsörðugleika barnsins og berjast síðan við skólann um að það fái aðstoð? Það hafa ekki allir foreldrar þekkingu eða tíma til að standa í slíku og þetta kerfi mismunar börnum á óafturkræfan hátt. Á meðan furðar sumt fullorðið fólk sig á því hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna eykst þegar kröfurnar og truflanirnar sem þau búa við í nútímasamfélagi eru gífurlegar. Sem dæmi um þetta óréttlæti í kerfinu má nefna að börn með ADHD dragast aftur úr í þroska og námi ef miðað er við jafnaldra þeirra. Þau upplifa sig heimsk og að þau geti ekki lært. Á endanum gefast þau upp. Á meðan þessu stendur líður foreldrunum eins og þau séu ítrekað að berjast á móti straumnum og horfa öfundaraugum til foreldra sem segja námið ekki þungt og heimavinnuna ekki mikla. Barn með ADHD getur þurft margar klukkustundir til að vinna verkefni á meðan hin í bekknum klára það á hálftíma. Stefnan í grunnskólum í dag er sú að börnin vinni vinnu sína í skólanum og ef þeim tekst ekki að klára þá breytist skólaverkefnið í heimaverkefni. ADHD barnið er því nánast alltaf með heimavinnu því það er borin von fyrir það að klára vinnuna í skólanum. Þetta tekur af því frítíma og gæðastundir með foreldrum verða færri með hverju ári þegar grunnskólinn þyngist. Úrræðið sem stendur foreldrum til boða er að fara í gegnum greiningarferli síns sveitafélags í gegnum skólann sem tekur mislangan tíma eftir stöðu og búsetu barnsins. Efnameiri foreldrar geta farið einkaleiðina og borgað tugi þúsunda fyrir og slíkt eykur ójöfnuðinn sem kerfið stuðlar að, en algengt er að barnið bíði í tvö ár eftir því að greiningarferlið hefjist. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það er margt sem breytist á þeim tíma en í sumum tilfellum bíða þau þess aldrei bætur. Þau geta verið komin það langt aftur úr að þau ná ekki að vinna upp og ná jafnöldrum sínum í námi. Sjálfsmyndin getur verið orðin það brotin eða löskuð að trúin kemur jafnvel aldrei aftur eða í sumum tilvikum ekki fyrr en löngu seinna á fullorðinsárum þegar einstaklingurinn snýr aftur í skóla og uppgötvar hæfileika og gáfur sem hann óraði ekki fyrir á æskuárunum. Í þessum hóp af krökkum leynast börn með ADHD sem skólinn horfir framhjá, þau sitja í tímum og trufla engan nema sig sjálf. Í alltof stórum bekkjum þar sem kennarinn þarf að sinna 20-30 börnum geta þau orðið ósýnileg og komast upp með að sitja afskiptalaus og teikna eða dagdreyma svo lengi sem þau krefjast ekki athygli eða trufla hina. Það getur leitt af sér að það dregst um mörg ár að taka eftir og vekja athygli foreldra á vandamálinu; eða það uppgötvast ekki fyrr en á fullorðinsárum; eða foreldrar þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu og sannfæra skólann um að barnið þarf hjálp. Þessu er öfugt farið þegar barnið er með hegðunarvaldamál, truflar bæði sig og hina krakkana og einokar athygli kennarans. Í þeim tilvikum hefur skólinn samband við foreldra og nánast grátbiður þá um að koma barninu í ferli og að koma því á lyf — allt til að drepa niður alla hreyfiþörf og „óþekkt“ sem barnið býr yfir eins og stundum er haldið fram en „erfiða“ barnið getur loksins einbeitt sér, eignast vini og líður oft miklu betur. Þessi börn eru síðan sett í forgang á meðan „þægu“ og „prúðu“ ADHD börnin rækta vandamálin afskiptalaust í langan tíma og fellur það síðan í hlut foreldranna að taka tryggja þeirra máli farveg í kerfinu, svo þau verði ekki líka ósýnileg þar. Að foreldrar þurfi að berjast við skólann og kerfið til að tryggja börnunum hjálp er tugga, eins gömul og skólakerfið okkar í þeirri mynd sem það er í núna. Bekkirnir eru alltof stórir, kerfið er ógegnsætt og biðtími langur. Hver man ekki eftir þessum tíu árum þar sem sköpunarkrafturinn var hægt og rólega murkaður úr okkur á meðan okkur var kennt að sitja kyrr? Þar sem öllum var troðið undir sama hatt, óháð getu, hæfileikum, þroskastigi, heimilisaðstæðum og öllum þeim breytum sem fylgja því að vera manneskja. Staðan er einföld. Það þarf aukið fjármagn til að tryggja kennurum og skólum úrræðin sem þarf til að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn námsörðugleikum barna svo þau vandamál fái ekki að grassera og stækka. Bekkirnir þurfa að vera minni og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að fræðslu um kerfið svo hvert heimili þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið varðandi hvernig hjálpa skuli hverju barni fyrir sig. En þótt lausnin sé einföld fellur það í hlut stjórnvalda og bæjarstjórna að gera eitthvað til að leysa vandamálið sem starir á þau ár hvert og þau kjósa að hundsa. Börnin okkar eiga betra skilið og það er í þágu samfélagsins að veita þeim það. Höfundur er MA-nemi í ritlist og stjúpforeldri.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun