Segja Mongús algjörlega breyttan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 20:00 Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. Hann er þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti en nú er hann líklega breyttur köttur. Mongús hefur verið á vergang í Hveragerði i í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá og átti það til að hrella aðra ketti í bænum. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá hjónum í bænum. „Það datt út einn og einn dagur og þá fór maður að hugsa hvort eitthvað hefði komið fyrir hann því þetta var nú svolítið áhættusamt líf hjá honum. Hann var um allan bæ hérna, við fréttum af honum um allan bæ,“ segir Ingibjörg Bjarnadóttir, nýr eigandi Mongúsar. Mongús var alræmdur í bænum og þekktu margir til hans. „Hann var að angra fólk. Fór inn í hús þar sem var opið og var kattamatur og fékk sér að eta en svo fór hann að merkja og það fylgir því svolítið leiðinleg lykt,“ segir Hörður Vignir Sigurðsson. Þá átti hann það til að ráðast á aðra ketti. Eftir að sjálfboðaliðar Villikatta náðu Mongúsi kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. Mongús var í fjórar vikur hjá Villiköttum þar sem feldurinn var kembdur oft á dag, gert var að sárum hans, hann geldur, bólusettur og ormahreinsaður. Hjónin ákváðu þá að taka Mongús að sér. Hann hafi komið til baka breyttur köttur, en áður hafði hann einungis komið inn til að borða og ekki viljað nokkur afskipti. „Þá gékk hann á milli lappirnar á manni og nuddaði sér upp við okkur. Þar sem við erum nú ekkert voðalega fótafim þá verðum við að passa okkur að hrynja ekki um hann,“ segja þau og hlægja. Mongús fékk að fara út í fyrsta sinn í dag eftir að hann flutti á nýja heimilið sitt og segja hjónin að tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði. Dýr Hveragerði Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. Hann er þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti en nú er hann líklega breyttur köttur. Mongús hefur verið á vergang í Hveragerði i í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá og átti það til að hrella aðra ketti í bænum. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá hjónum í bænum. „Það datt út einn og einn dagur og þá fór maður að hugsa hvort eitthvað hefði komið fyrir hann því þetta var nú svolítið áhættusamt líf hjá honum. Hann var um allan bæ hérna, við fréttum af honum um allan bæ,“ segir Ingibjörg Bjarnadóttir, nýr eigandi Mongúsar. Mongús var alræmdur í bænum og þekktu margir til hans. „Hann var að angra fólk. Fór inn í hús þar sem var opið og var kattamatur og fékk sér að eta en svo fór hann að merkja og það fylgir því svolítið leiðinleg lykt,“ segir Hörður Vignir Sigurðsson. Þá átti hann það til að ráðast á aðra ketti. Eftir að sjálfboðaliðar Villikatta náðu Mongúsi kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. Mongús var í fjórar vikur hjá Villiköttum þar sem feldurinn var kembdur oft á dag, gert var að sárum hans, hann geldur, bólusettur og ormahreinsaður. Hjónin ákváðu þá að taka Mongús að sér. Hann hafi komið til baka breyttur köttur, en áður hafði hann einungis komið inn til að borða og ekki viljað nokkur afskipti. „Þá gékk hann á milli lappirnar á manni og nuddaði sér upp við okkur. Þar sem við erum nú ekkert voðalega fótafim þá verðum við að passa okkur að hrynja ekki um hann,“ segja þau og hlægja. Mongús fékk að fara út í fyrsta sinn í dag eftir að hann flutti á nýja heimilið sitt og segja hjónin að tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði.
Dýr Hveragerði Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira