Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 23:30 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd. Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd.
Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira