„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 19:06 Dori Levett Baldvinsson og Derek T. Allan, tveir af skipuleggjendum samstöðufundarins. Mynd/Vísir Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar. Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar.
Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira