Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2020 19:49 Vopnaðir mótmælendur við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan. Í bakgrunni stendur mótmælandi með skilti þar sem ríkisstjóranum Gretchen Whitmer er líkt við nasistaforingjanna Adolf Hitler vegna sóttvarnaaðgerðanna. AP/Paul Sancya Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa skipað íbúum að halda sig heima til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Sumir hópar íhaldsmanna hafa verið ósáttir við þau fyrirmæli og boðuðu mótmæli í þremur ríkjum í dag, í trássi við tilmæli yfirvalda. Þeir krefjast þess að takmörkunum verði aflétt strax. Trump virtist lýsa yfir stuðningi við þau mótmæli þegar hann tísti „FRELSIÐ MINNESOTA“, „FRELSIÐ MICHIGAN“ og „FRELSIÐ VIRGINÍU“ í dag. Ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að ríkisstjórar þeirra eru demókratar. LIBERATE MINNESOTA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2020 Kröfur mótmælendanna sem Trump virðist styðja stangast þó á við ráðleggingar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Starfshópur Hvíta hússins kynnti leiðbeiningar um að ríkin ættu að aflétta takmörkunum vegna faraldursins hægt í gær. Washington Post segir að tístin frá Trump hafi komið rétt eftir að sjónvarpsstöðin Fox News sendi út umfjöllun um hóp sem kallar sig „Frelsum Minnesota“ og skipulagði mótmæli fyrir utan ríkisstjórasetrið þar í dag. Trump ver löngum stundum í að horfa á Fox News. Mótmælendur stöðvuðu umferð við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan á miðvikudag. Þeir eru ósáttir við að ríkisstjórinni skipi áfram fyrir að íbúar haldi sig heima og fyrirtæki verði lokuð vegna faraldursins.Vísir/EPA Slær úr og í um hlutverk ríkisstjóranna Mótmæli gegn sóttvarnaráðstöfunum í Michigan í gær trufluðu umferð í miðborg ríkishöfuðborgarinnar Lansing. Þar kom hópur fólks með rauður derhúfur með slagorði Trump forseta áletruðu saman og kyrjaði meðal annars „Læsið hana inni!“ um ríkisstjórann Gretchen Whitmer sem Trump hefur ítrekað gagnrýnt undanfarna daga. Whitmer sagði að mótmælin ykju hættuna á að framlengja þyrfti tilmæli um að fólk héldi sig heima með því að gera stóran hóp fólks útsettan fyrir smiti. Skilaboð Trump um sóttvarnaaðgerðirnar hafa sveiflast verulega dag frá degi. Fyrr í vikunni sagðist hann hafa „algert vald“ um hvenær aðgerðum yrði aflétt í einstökum ríkjum þrátt fyrir að hann hafi það ekki. Í gær varpaði hann allri ábyrgð á aðgerðunum á ríkisstjóra einstakra ríkja. Í dag reyndi hann svo að hvetja til mótmæla gegn aðgerðum ríkjanna. Ríkisstjórar úr báðum flokkum hafa sagst ætla að fara varlega í að aflétta takmörkunum í dag. Texas varð fyrsta ríkið til að kynna hvernig byrjað yrði að slaka á sóttvarnaraðgerðunum. Sum ríkin hafa þó áhyggjur af því að til að hægt sé að koma þjóðlífinu aftur í hefðbundið horf þurfi meiriháttar skimum fyrir veirunni að fara fram. Það sé ekki hægt án aðstoðar alríkisstjórnar Trump. Sjálfur hefur Trump vísað á ríkisstjórana sjálfa um skimun fyrir veirunni líkt og hann hefur einnig gert um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa skipað íbúum að halda sig heima til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Sumir hópar íhaldsmanna hafa verið ósáttir við þau fyrirmæli og boðuðu mótmæli í þremur ríkjum í dag, í trássi við tilmæli yfirvalda. Þeir krefjast þess að takmörkunum verði aflétt strax. Trump virtist lýsa yfir stuðningi við þau mótmæli þegar hann tísti „FRELSIÐ MINNESOTA“, „FRELSIÐ MICHIGAN“ og „FRELSIÐ VIRGINÍU“ í dag. Ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að ríkisstjórar þeirra eru demókratar. LIBERATE MINNESOTA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2020 Kröfur mótmælendanna sem Trump virðist styðja stangast þó á við ráðleggingar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Starfshópur Hvíta hússins kynnti leiðbeiningar um að ríkin ættu að aflétta takmörkunum vegna faraldursins hægt í gær. Washington Post segir að tístin frá Trump hafi komið rétt eftir að sjónvarpsstöðin Fox News sendi út umfjöllun um hóp sem kallar sig „Frelsum Minnesota“ og skipulagði mótmæli fyrir utan ríkisstjórasetrið þar í dag. Trump ver löngum stundum í að horfa á Fox News. Mótmælendur stöðvuðu umferð við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan á miðvikudag. Þeir eru ósáttir við að ríkisstjórinni skipi áfram fyrir að íbúar haldi sig heima og fyrirtæki verði lokuð vegna faraldursins.Vísir/EPA Slær úr og í um hlutverk ríkisstjóranna Mótmæli gegn sóttvarnaráðstöfunum í Michigan í gær trufluðu umferð í miðborg ríkishöfuðborgarinnar Lansing. Þar kom hópur fólks með rauður derhúfur með slagorði Trump forseta áletruðu saman og kyrjaði meðal annars „Læsið hana inni!“ um ríkisstjórann Gretchen Whitmer sem Trump hefur ítrekað gagnrýnt undanfarna daga. Whitmer sagði að mótmælin ykju hættuna á að framlengja þyrfti tilmæli um að fólk héldi sig heima með því að gera stóran hóp fólks útsettan fyrir smiti. Skilaboð Trump um sóttvarnaaðgerðirnar hafa sveiflast verulega dag frá degi. Fyrr í vikunni sagðist hann hafa „algert vald“ um hvenær aðgerðum yrði aflétt í einstökum ríkjum þrátt fyrir að hann hafi það ekki. Í gær varpaði hann allri ábyrgð á aðgerðunum á ríkisstjóra einstakra ríkja. Í dag reyndi hann svo að hvetja til mótmæla gegn aðgerðum ríkjanna. Ríkisstjórar úr báðum flokkum hafa sagst ætla að fara varlega í að aflétta takmörkunum í dag. Texas varð fyrsta ríkið til að kynna hvernig byrjað yrði að slaka á sóttvarnaraðgerðunum. Sum ríkin hafa þó áhyggjur af því að til að hægt sé að koma þjóðlífinu aftur í hefðbundið horf þurfi meiriháttar skimum fyrir veirunni að fara fram. Það sé ekki hægt án aðstoðar alríkisstjórnar Trump. Sjálfur hefur Trump vísað á ríkisstjórana sjálfa um skimun fyrir veirunni líkt og hann hefur einnig gert um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49