Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 16:26 Feðgarnir Gregory (t.v.) og Travis McMichael (t.h.) eltu Ahmaud Arbery, stöðvuðu og skutu til bana í febrúar. Þeir voru ekki handteknir og ákærðir fyrr en í maí eftir að myndband af atvikinu varð opinbert. Þeir hafa borið við sjálfsvörn. AP/Fangageymslan í Glynn-sýslu Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Þeir bera við sjálfsvörn. Vísbendingar eru um að sakborningarnir þrír hafi króað Arbery af með tveimur pallbílum sem þeir voru á, að sögn AP-fréttastofunnar. McMichael yngri hafi síðan stigið út úr öðrum bílnum og skotið Arbery þremur skotum með haglabyssu. Bryan hefur sagt yfirvöldum að McMichael hafi svo notað niðrandi orð um kynþátt Arbery þegar hann stóð yfir líki hans áður en lögreglan kom á staðinn. Sá vitnisburður er sagður geta haft þýðingu þegar alríkissaksóknarar ákveða hvort gefin verði út ákæra fyrir hatursglæp. Jesse Evans, sérstaki saksóknarinn í málinu, sagði að Arbery hefði verið „eltur, veiddur og á endanum tekinn af lífi“ þegar hann rökstuddi ákæru á hendur þremenningunum fyrir dómara í dag. Hann var skipaður yfir rannsóknina eftir að fjöldi saksóknara á svæðinu lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna tengsla við sakborningana. McMichael eldri hefur sagt lögreglunni að hann hefði grunað Arbery um að hafa framið innbrot í hverfinu og haldið því fram að hann hafi ráðist á son sinn áður en hann var skotinn. Fjölskylda Arbery, sem var 25 ára gamall, segir að hann hafi aðeins verið að skokka en hann bjó skammt frá hverfinu þar sem hann var drepinn. Mikil mótmæli hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarna viku eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Lögreglumennirnir sem handtóku Floyd hafa verið ákærðir vegna dauða hans. Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Þeir bera við sjálfsvörn. Vísbendingar eru um að sakborningarnir þrír hafi króað Arbery af með tveimur pallbílum sem þeir voru á, að sögn AP-fréttastofunnar. McMichael yngri hafi síðan stigið út úr öðrum bílnum og skotið Arbery þremur skotum með haglabyssu. Bryan hefur sagt yfirvöldum að McMichael hafi svo notað niðrandi orð um kynþátt Arbery þegar hann stóð yfir líki hans áður en lögreglan kom á staðinn. Sá vitnisburður er sagður geta haft þýðingu þegar alríkissaksóknarar ákveða hvort gefin verði út ákæra fyrir hatursglæp. Jesse Evans, sérstaki saksóknarinn í málinu, sagði að Arbery hefði verið „eltur, veiddur og á endanum tekinn af lífi“ þegar hann rökstuddi ákæru á hendur þremenningunum fyrir dómara í dag. Hann var skipaður yfir rannsóknina eftir að fjöldi saksóknara á svæðinu lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna tengsla við sakborningana. McMichael eldri hefur sagt lögreglunni að hann hefði grunað Arbery um að hafa framið innbrot í hverfinu og haldið því fram að hann hafi ráðist á son sinn áður en hann var skotinn. Fjölskylda Arbery, sem var 25 ára gamall, segir að hann hafi aðeins verið að skokka en hann bjó skammt frá hverfinu þar sem hann var drepinn. Mikil mótmæli hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarna viku eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Lögreglumennirnir sem handtóku Floyd hafa verið ákærðir vegna dauða hans.
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22
Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27
Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16