Sara rifjaði það upp þegar hún glímdi við aukakílóin og var bannað að fara út í bakarí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir hefur farið í mörg áhugaverð viðtöl enda alltaf tilbúin að gefa af sér og segja hlutina beint frá hjartanu. Skjámynd/CNN Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir ræddi uppvaxtarárin sín í nýju viðtali sem birtist á miðlum Trifecta. Sara talar þar meðal annars um minnimáttarkennd sem hún hafði vegna stærðar og þyngdar sinnar á sínum yngri árum. „Þegar ég var alast upp þá var ég alltaf sú hávaxnasta af vinunum. Ég var líka sú eina sem virtist þyngjast meira en hinir. Ég var líka sú eina sem var stór og íþróttamannsleg. Ég vildi léttast og vera eins og hinir krakkarnir,“ er haft eftir Söru í færslu Trifecta á Instagram. „Núna er ég þakklát fyrir að vera stór og sterk. Ég vil sanna það að að það er enginn réttur mælikvarði. Þú verður bara að finna þinn eigin mælikvarða,“ sagði Sara við Trifecta sem vakti athygli á viðtalinu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram "Growing up - I was always the tallest one of my friends, I was always the only one who seemed to gain weight, I was the only one who was strong and athletic. I wanted to lose weight and be like the other kids. But now I'm thankful for being strong and tall. I want to prove that there is no standard. You just have to find yours." @sarasigmunds ?? . . . Love this message! It's so important to be true to who you are and never try to change yourself just to 'fit in'. ?? . . . #strongwomen #postivemindset #standout #happiness #strength #mindset #positivity A post shared by TRIFECTA (@trifectasystem) on Jun 4, 2020 at 5:25am PDT „Mamma mín hafði alltaf áhyggjur af þyngdinni minni því ég var sú eina af krökkunum hennar sem þyngdist. Bróðir minn og systir gátu aftur á móti borðað það sem þau vildu. Systir mín var 160 sm en ég var aftur á móti 172 sm,“ sagði Sara í IGTV viðtalinu við Trifecta. „Ég var sú eina sem var mikil íþróttamaður en ég var líka svolítið löt. Þegar allir í skólanum mínum voru að fara út í bakarí í matarhléinu þá var mamma mín búin að útbúa Tupperware box með einhverjum hollum mat fyrir mig,“ sagði Sara sem mátti ekki kaupa sér eitthvað í bakaríinu. „Ég hataði það að spurði alltaf af hverju fæ ég ekki að gera eins og hinir krakkarnir. Nú er ég aftur á móti þakklát fyrir það hvernig hún ól mig upp. Hún kenndi mér að skipuleggja vel það sem ég er að borða,“ sagði Sara. „Ég hafði verið að glíma við aukakílóin þegar ég var tíu ára gömul og ég byrjaði síðan að æfa til að losna við kílóin. Ég byrjaði á Bootcamp námskeiði og þjálfarinn hrósaði mér. Þú ert tilkomumikil því þú getur gert armbeygjur á tánum. Ég hugsaði: Já, ég er nú frekar sterk, sagði Sara brosandi og neistinn kviknaði. „Um leið og ég fékk þetta litla hrós þá sýndi það mér hvað mig langaði virkilega að gera eitthvað sem ég var góð í. Ég hafði aldrei trúað því að ég væri góð í neinu en um leið og einhver fór að hrósa mér fyrir að bæta mig þá áttaði ég mig á því að ég væri góð í þessu, sagði Sara. CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir ræddi uppvaxtarárin sín í nýju viðtali sem birtist á miðlum Trifecta. Sara talar þar meðal annars um minnimáttarkennd sem hún hafði vegna stærðar og þyngdar sinnar á sínum yngri árum. „Þegar ég var alast upp þá var ég alltaf sú hávaxnasta af vinunum. Ég var líka sú eina sem virtist þyngjast meira en hinir. Ég var líka sú eina sem var stór og íþróttamannsleg. Ég vildi léttast og vera eins og hinir krakkarnir,“ er haft eftir Söru í færslu Trifecta á Instagram. „Núna er ég þakklát fyrir að vera stór og sterk. Ég vil sanna það að að það er enginn réttur mælikvarði. Þú verður bara að finna þinn eigin mælikvarða,“ sagði Sara við Trifecta sem vakti athygli á viðtalinu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram "Growing up - I was always the tallest one of my friends, I was always the only one who seemed to gain weight, I was the only one who was strong and athletic. I wanted to lose weight and be like the other kids. But now I'm thankful for being strong and tall. I want to prove that there is no standard. You just have to find yours." @sarasigmunds ?? . . . Love this message! It's so important to be true to who you are and never try to change yourself just to 'fit in'. ?? . . . #strongwomen #postivemindset #standout #happiness #strength #mindset #positivity A post shared by TRIFECTA (@trifectasystem) on Jun 4, 2020 at 5:25am PDT „Mamma mín hafði alltaf áhyggjur af þyngdinni minni því ég var sú eina af krökkunum hennar sem þyngdist. Bróðir minn og systir gátu aftur á móti borðað það sem þau vildu. Systir mín var 160 sm en ég var aftur á móti 172 sm,“ sagði Sara í IGTV viðtalinu við Trifecta. „Ég var sú eina sem var mikil íþróttamaður en ég var líka svolítið löt. Þegar allir í skólanum mínum voru að fara út í bakarí í matarhléinu þá var mamma mín búin að útbúa Tupperware box með einhverjum hollum mat fyrir mig,“ sagði Sara sem mátti ekki kaupa sér eitthvað í bakaríinu. „Ég hataði það að spurði alltaf af hverju fæ ég ekki að gera eins og hinir krakkarnir. Nú er ég aftur á móti þakklát fyrir það hvernig hún ól mig upp. Hún kenndi mér að skipuleggja vel það sem ég er að borða,“ sagði Sara. „Ég hafði verið að glíma við aukakílóin þegar ég var tíu ára gömul og ég byrjaði síðan að æfa til að losna við kílóin. Ég byrjaði á Bootcamp námskeiði og þjálfarinn hrósaði mér. Þú ert tilkomumikil því þú getur gert armbeygjur á tánum. Ég hugsaði: Já, ég er nú frekar sterk, sagði Sara brosandi og neistinn kviknaði. „Um leið og ég fékk þetta litla hrós þá sýndi það mér hvað mig langaði virkilega að gera eitthvað sem ég var góð í. Ég hafði aldrei trúað því að ég væri góð í neinu en um leið og einhver fór að hrósa mér fyrir að bæta mig þá áttaði ég mig á því að ég væri góð í þessu, sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira