Rannsóknarsetri á Laugarvatni lokað eftir að HÍ sagði sig frá samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 07:48 Frá Laugarvatni. Háskóli Íslands Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla. Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla.
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira