7 dagar í Pepsi Max: Silfur-Blikar hafa beðið í áratug eftir gullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 10:00 Bikar fagna marki á móti Val í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti Breiðablik Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Breiðablik Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira