Tripical-deilan komin á borð lögmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 21:00 Elísabet Agnarsdóttir er eigandi Tripical. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. Í gær sendi Tripical póst á útskriftarnema við MA þar sem fram kom að þeir hefðu sólarhring til að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Davíð Rúnar Gunnarsson er foreldri nemanda í Menntaskólanum á AkureyriSKJÁSKOT ÚR FRÉTT „Þarna erum við að tala um krakka sem eru jafnvel búnir að spara fram og til baka í allan vetur. Eru í aukavinnu og öðru. Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst þá sá maður að ekki yrði farið í þessa ferð,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, foreldri nemanda Menntaskólans á Akureyri. Í pósti sem Tripical sendi útskriftarnemum í dag kemur fram að ferðaskrifstofunni sé mögulegt að efna samninginn með brottför á morgun sé það vilji hópsins. Póstur sem Tripical sendi á nemendur Menntaskólans á Akureyri í dag.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi Tripical segir ljóst eftir daginn að það sé ekki vilji hópsins að fara í ferðina. Því bjóði Tripical upp á aðra kosti, m.a. inneign. „Á meðan við getum efnt okkar samninga þá getum við ekki og erum við ekki að fara að endurgreiða,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Þau telja að það sé skýlaus réttur til endurgreiðslu, ert þú ósammála því? „Við erum ósammála því. Okkar lögmenn eru ósammála því. Á meðan við getum efnt ferðina,“ sagði Elísabet. Elísabet segir að MA sé ekki eini skólinn sem á bókaða útskriftarferð í gegnum ferðaskrifstofuna. Gæti þurfi hagsmuna allra. Ef endurgreiða ætti öllum nemendum færi ferðaskrifstofan í þrot. „Það eru tveir ef ekki þrír lögfræingar sem eru búnir að hafa samband við okkur og vilja taka málið að sér,“ sagði Davíð. Þú segist klár í slaginn. Kemur til greina að höfða dómmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Davíð. Hilmar Garðar Þorsteinsson, lögmaður á Málsvara Lögmannsstofu hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum. Hefur hann sent út stefnuviðvörun. Ef ekki verður endurgreitt verður málinu stefnt fyrir dóm. „Við þurfum bara að taka því. Ég skil þessa foreldra vel. Dómstólar eða lögmenn verða bara að finna út úr því,“ sagði Elísabet. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Neytendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. Í gær sendi Tripical póst á útskriftarnema við MA þar sem fram kom að þeir hefðu sólarhring til að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Davíð Rúnar Gunnarsson er foreldri nemanda í Menntaskólanum á AkureyriSKJÁSKOT ÚR FRÉTT „Þarna erum við að tala um krakka sem eru jafnvel búnir að spara fram og til baka í allan vetur. Eru í aukavinnu og öðru. Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst þá sá maður að ekki yrði farið í þessa ferð,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, foreldri nemanda Menntaskólans á Akureyri. Í pósti sem Tripical sendi útskriftarnemum í dag kemur fram að ferðaskrifstofunni sé mögulegt að efna samninginn með brottför á morgun sé það vilji hópsins. Póstur sem Tripical sendi á nemendur Menntaskólans á Akureyri í dag.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi Tripical segir ljóst eftir daginn að það sé ekki vilji hópsins að fara í ferðina. Því bjóði Tripical upp á aðra kosti, m.a. inneign. „Á meðan við getum efnt okkar samninga þá getum við ekki og erum við ekki að fara að endurgreiða,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Þau telja að það sé skýlaus réttur til endurgreiðslu, ert þú ósammála því? „Við erum ósammála því. Okkar lögmenn eru ósammála því. Á meðan við getum efnt ferðina,“ sagði Elísabet. Elísabet segir að MA sé ekki eini skólinn sem á bókaða útskriftarferð í gegnum ferðaskrifstofuna. Gæti þurfi hagsmuna allra. Ef endurgreiða ætti öllum nemendum færi ferðaskrifstofan í þrot. „Það eru tveir ef ekki þrír lögfræingar sem eru búnir að hafa samband við okkur og vilja taka málið að sér,“ sagði Davíð. Þú segist klár í slaginn. Kemur til greina að höfða dómmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Davíð. Hilmar Garðar Þorsteinsson, lögmaður á Málsvara Lögmannsstofu hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum. Hefur hann sent út stefnuviðvörun. Ef ekki verður endurgreitt verður málinu stefnt fyrir dóm. „Við þurfum bara að taka því. Ég skil þessa foreldra vel. Dómstólar eða lögmenn verða bara að finna út úr því,“ sagði Elísabet.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Neytendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18