Slökkviliðið var kallað út nú í kvöld vegna sinubruna við Ásvelli. Tilkynning barst um klukkan hálf sjö.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er eldurinn töluverður. Viðbragðsaðilar séu þó nýkomnir á vettvang og slökkvistarf því rétt að hefjast.
Af myndum frá vettvangi má sjá töluverðan reyk stíga upp vegna brunans.
