Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 20:59 Á torginu stendur stórum stöfum að svört líf skipti máli og er það til heiðurs Black Lives Matter hreyfingarinnar. Vísir/Getty Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans. Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans.
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39
Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58