Vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 20:00 Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. Vísir/Sigurjón Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi
Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira