Vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 20:00 Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. Vísir/Sigurjón Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi
Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira