Notkun táragass sætir gagnrýni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 19:30 Þessi mynd er tekin í Orlando í Flórída þann 2. júní þar sem lögregla hafði beitt táragasi gegn mótmælendum. AP Notkun táragass gegn mótmælendum í Bandaríkjunum sætir verulegri gagnrýni í þeirri mótmælaöldu sem þar nú geysar. Ekki síður í ljósi þess að táragas er flokkað sem efnavopn sem bannað er að nota í stríði. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur birst fjöldinn allur af myndum og myndböndum undanfarnar vikur þar sem lögregla sést beita piparúða og jafnvel táragasi gegn mótmælendum. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um notkun lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum og sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi til að dreifa mannfjölda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Með öðrum orðum: Lögregla má beita því gegn borgurum í óeirðum innanlands en hermenn ekki í stríði. Lögreglan í New Orleans svaraði fyrir beitingu lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum þar í borg á miðvikudaginn. „Við réðumst ekki á neinn. Við beittum ekki gasi á friðsöm mótmæli. Við notuðum gas á einstaklinga sem kusu að beita valdi gegn lögreglumönnum þegar þeir voru einfaldlega að reyna að vernda líf borgaranna okkar og annarra sem kusu að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til friðsamlegra mótmæla,“ sagði yfirlögregluþjónninn Shaun Ferguson í yfirlýsingu. Réttlæting valdstjórnarinnar á beitingu táragass hefur fallið í grýttan jarðveg. Táragas getur valdið margvíslegum einkennum, svo sem sviða og stingandi brunatilfinningu í húð, augum og munni, andþrengslum, hósta og jafnvel útbrotum og blöðrum eftir langvarandi snertingu við efnið. Einkenni líða þó oftast fljótt hjá þegar fólk kemst í burtu úr menguninni að því er lesa má í fræðsluefni á vef Landspítalans. Táragasi hefur ekki aðeins verið beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum heldur einnig víða um heiminn. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Notkun táragass gegn mótmælendum í Bandaríkjunum sætir verulegri gagnrýni í þeirri mótmælaöldu sem þar nú geysar. Ekki síður í ljósi þess að táragas er flokkað sem efnavopn sem bannað er að nota í stríði. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur birst fjöldinn allur af myndum og myndböndum undanfarnar vikur þar sem lögregla sést beita piparúða og jafnvel táragasi gegn mótmælendum. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um notkun lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum og sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi til að dreifa mannfjölda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Með öðrum orðum: Lögregla má beita því gegn borgurum í óeirðum innanlands en hermenn ekki í stríði. Lögreglan í New Orleans svaraði fyrir beitingu lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum þar í borg á miðvikudaginn. „Við réðumst ekki á neinn. Við beittum ekki gasi á friðsöm mótmæli. Við notuðum gas á einstaklinga sem kusu að beita valdi gegn lögreglumönnum þegar þeir voru einfaldlega að reyna að vernda líf borgaranna okkar og annarra sem kusu að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til friðsamlegra mótmæla,“ sagði yfirlögregluþjónninn Shaun Ferguson í yfirlýsingu. Réttlæting valdstjórnarinnar á beitingu táragass hefur fallið í grýttan jarðveg. Táragas getur valdið margvíslegum einkennum, svo sem sviða og stingandi brunatilfinningu í húð, augum og munni, andþrengslum, hósta og jafnvel útbrotum og blöðrum eftir langvarandi snertingu við efnið. Einkenni líða þó oftast fljótt hjá þegar fólk kemst í burtu úr menguninni að því er lesa má í fræðsluefni á vef Landspítalans. Táragasi hefur ekki aðeins verið beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum heldur einnig víða um heiminn.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira