Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 15:41 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni. Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann telji gagnrýnina vera óþarfa upphlaup. Nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Sett hafi verið fram hugmynd um veglínu sem myndi raska rekstri flugfélagsins Ernis og því hafi fundur verið haldinn með félaginu. Hörð viðbrögð hafi komið fram á þeim fundi og strax í kjölfarið hafi verið óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir. Fundargerð frá umræddum fundi lögfræðinga borgarinnar með fulltrúum Flugfélagsins sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo, að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir málið vera borgarmeirihlutanum til skammar. „Það er algjörlega forkastanlegt að borgin ætli að eyðileggja í raun og veru flugrekstur þarna með þessum hætti og síðan í raun og veru bíta höfuðið af skömminni með því að ætla ekki að borga bætur fyrir, ég hef bara aldrei séð annað eins. Þetta er náttúrlega alls ekki í lagi,“ segir Eyþór. „Borgarstjóri reynir að bakka með málið en fundargerðin alveg talar sínu máli og þetta er alveg skýrt, það stendur til að fara þarna með veg og það var engin önnur leið sem borgin var með nema að fara bara þarna beint í gegnum þetta flugskýli,“ segir Eyþór. Fram kom í máli lögfræðings borgarinnar á fundinum, að því er segir í fundargerðinni, að flugfélagið hafi engin lóðarréttindi á svæðinu sem leiði til þess að fjarlægja þurfi skýlið. Forstjóri Ernis vísaði þá til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og vísaði til hefðarréttinda. Lagði forstjóri Ernis til að veglínan yrði færð. Lögfræðingur kvaðst þá munu kanna hvort aðrar lausnir væru í boði en „taldi þó hætt við að búið væri að skoða það,“ eins og það er orðað í fundargerðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent