Ætla sér upp á 105 ára afmælinu: „Þór vill spila á meðal þeirra bestu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 20:00 Páll Viðar er mættur aftur í Þorpið. vísir/s2s Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar
Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira