Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2020 21:30 Arnar var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var nokkuð brattur þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs mætast. „Bara þetta know how með það hvernig á að vinna leiki. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu KR liði. Þeir hafa sigurhefðina sem við erum að sækjast eftir. Mér fannst við spila vel í dag, mér fannst heilt yfir meiri fótboltabragur yfir okkar liði en þeir bara kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það til að komast á þetta stig sem KR er búið að vera á í fleiri áratugi,“ sagði Arnar um muninn á liðunum í dag. „Mér fannst þetta hörkuleikur, það var barist og hátt tempó en það vantaði aðeins upp á gæðin. Þegar við vorum komnir í góða stöðu til að gefa fyrir þá klikkaði síðasta sendingin eða fyrirgjöfin, það vantaði herslumuninn en heilt yfir mjög sáttur með hvernig þetta þriggja leikja prógram fyrir Íslandsmótið hefur farið þó það sé sárt að ná ekki titli í dag en ég er samt nokkuð sáttur við frammistöðu minna stráka,“ sagði Arnar einnig um muninn á til að mynda leik dagsins og æfingaleikjum Víkinga þar sem liðið skoraði þrjú mörk gegn Gróttu og fjögur gegn Stjörnunni. „Það var titill í boði og það er alltaf gott að fá titil á ferilskránna. KR hefur stolt og sigurhefð svo þeim langaði í titil líka, vel mætt og völlurinn fínn. Þetta gefur góða raun fyrir sumarið og við stóðum okkur vel en þurfum að skerpa á nokkrum hlutum sem við munum gera fyrir fyrsta leik á móti Fjölni í næstu viku,“ sagði Arnar að lokum varðandi það sem var undir í leik kvöldsins en oft hafa leikir sem þessir verið titlaðir meira sem æfingaleikir en mótsleikir. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var nokkuð brattur þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs mætast. „Bara þetta know how með það hvernig á að vinna leiki. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu KR liði. Þeir hafa sigurhefðina sem við erum að sækjast eftir. Mér fannst við spila vel í dag, mér fannst heilt yfir meiri fótboltabragur yfir okkar liði en þeir bara kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það til að komast á þetta stig sem KR er búið að vera á í fleiri áratugi,“ sagði Arnar um muninn á liðunum í dag. „Mér fannst þetta hörkuleikur, það var barist og hátt tempó en það vantaði aðeins upp á gæðin. Þegar við vorum komnir í góða stöðu til að gefa fyrir þá klikkaði síðasta sendingin eða fyrirgjöfin, það vantaði herslumuninn en heilt yfir mjög sáttur með hvernig þetta þriggja leikja prógram fyrir Íslandsmótið hefur farið þó það sé sárt að ná ekki titli í dag en ég er samt nokkuð sáttur við frammistöðu minna stráka,“ sagði Arnar einnig um muninn á til að mynda leik dagsins og æfingaleikjum Víkinga þar sem liðið skoraði þrjú mörk gegn Gróttu og fjögur gegn Stjörnunni. „Það var titill í boði og það er alltaf gott að fá titil á ferilskránna. KR hefur stolt og sigurhefð svo þeim langaði í titil líka, vel mætt og völlurinn fínn. Þetta gefur góða raun fyrir sumarið og við stóðum okkur vel en þurfum að skerpa á nokkrum hlutum sem við munum gera fyrir fyrsta leik á móti Fjölni í næstu viku,“ sagði Arnar að lokum varðandi það sem var undir í leik kvöldsins en oft hafa leikir sem þessir verið titlaðir meira sem æfingaleikir en mótsleikir.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira