Reebok segir bless við CrossFit vegna rasískra ummæla framkvæmdastjórans um George Floyd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur gagnrýnt forystu CrossFit samtakanna og hefur fengið stuðning frá mörgum þar á meðal Anníe Mist Þórisdóttur. Hér eru þær einmitt á Reebok CrossFit heimsleikunum eitt árið. Mynd/Instagram Það eru ekki aðeins Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem hafa lýst yfir miklum vonbrigðum sínum með forystu CrossFit samtakanna því langstærsti styrktaraðili CrossFit heimsleikanna er líka á útleið. Ástaðan eru rasísk ummæli um George Floyd. Bandaríska þjóðin logar vegna slæmrar stöðu í réttindamála svartra í landinu. CrossFit samtökin blönduðu sér í réttindabaráttu svartra á þessum viðkvæmu tímum með ummælum sem voru einkar ómerkileg og miskunnalaus. Meðferð hvítra lögreglumanna á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis kölluðu fram hörð viðbrögð og mótmæli út um allan heim. Framkvæmdastjóri CrossFit ákvað að tjá sig um málið en varð sér og CrossFit íþróttinni til skammar. Íþróttavöruframleiðandinn Reebok hefur verið aðalstyrktaraðili heimsleikanna í CrossFit en verður það ekki lengur. Reebok ákvað að slíta viðræðum við samtökin um framlengingu á samningi Reebok og heimsleikanna í CrossFit.Reebok segir skilið við CrossFit vegna rassískra ummæla framkvæmdastjórans um George Floyd View this post on Instagram Negotiations to extend @reebok s contract as a sponsor of the CrossFit Games ended abruptly in response to CrossFit founder Greg Glassman racial remarks. Reebok s 10-year exclusive contact as title sponsor of the CrossFit Games and sole licensee of CrossFit apparel and shoes is set to expire sometime after this summer s games. (LINK IN BIO) - #crossfit #reebok #crossfitnews #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Jun 7, 2020 at 12:22pm PDT Greg Glassman er stofnandi og framkvæmdastjóri CrossFit samtakanna en hann hneykslaði mjög marga með svari sínu við Twitter-færslu Institute for Health Metrics and Evaluation í Bandaríkjunum. Institute for Health Metrics and Evaluation var þar að lýsa því yfir að raismi væri sannkallað heilbrigðisvandamál. Svar Greg Glassman var hinsvegar ómerkilegt og virðingalaust: „Það er FLOYD-19,“ skrifaði Greg Glassman með vísun í kórónuveiruna COVID-19. Greg Glassman lýsti í framhaldi yfir óánægju sinni með það að CrossFit stöðvarnar þurftu að loka í baráttunni við kórónuveiruna. Það þýddi mikið tekjutap og einhverjar stöðvar lifa það líklega ekki af. Glassman sakaði stofunina um að hafa brugðist sér og sínum í baráttunni við kórónuveiruna og þykir ekki mikil til þess koma ef hún ætlar nú að fara að blanda sér í réttindabaráttu svartra. View this post on Instagram Thoughts from @katrintanja - #crossfit #crossfitathletes #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Jun 7, 2020 at 11:08am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að gagnrýna harkalega framkvæmdastjóra CrossFit samtakanna. „Ég skammast mín, er vonsvikin og reið vegna þess sem hefur verið í gangi síðustu daga hjá samtökum sem ég hef tileinkað mér, lagt svo mikið á mig fyrir og verið svo stolt af að keppa hjá,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Reebok hefur verið aðalstyrktaraðili heimsleikanna í CrossFit í tíu ár en heimsleikarnir í haust verða síðustu Reebok leikarnir. „Samstarf okkar og CrossFit samtakanna mun enda seinna á þessu ári. Við höfðum verið í viðræðum um nýjan samning en í kjölfarið á nýjustu uppákomum höfum við tekið þá ákvörðun að enda þetta samstarf,“ segir í yfirlýsingu frá Reebok „Við munum samt uppfylla okkar gildandi samning út árið 2020. Við skuldum keppendum CrossFit leikanna, stuðningsfólkinu og CrossFit samfélaginu það,“ segir í yfirlýsingunni. Wow. Reebok's brand partnership with Crossfit is over - and affiliates are outraged re CEO Greg Glassman's insensitive comments re #GeorgeFloydGiven CF in general + Glassman in particular are not known for political correctness, this feels significanthttps://t.co/6ySK2thjS8— Natalia Mehlman Petrzela, Ph.D. (@nataliapetrzela) June 7, 2020 „Það sem breytist ekki er skuldbinding okkar og hollusta við sjálft CrossFit íþróttafólkið. Við erum þakklát fyrir þau sterku bönd sem við höfum myndað með þjálfurum, stöðvareigendum og íþróttafólki út um allan heima á síðustu tíu árum,“ segir í þessari yfirlýsingu frá Reebok. Miðað við ástandið í heiminum þá er ljóst að svona stórir styrktaraðilar eru ekki á hverju horni og þetta gæti sett framtíð CrossFit leikanna í óvissu. Ummæli framkvæmdastjórans gera síðan allt annað en að hjálpa til við að finna nýjan samstarfsaðila. CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira
Það eru ekki aðeins Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem hafa lýst yfir miklum vonbrigðum sínum með forystu CrossFit samtakanna því langstærsti styrktaraðili CrossFit heimsleikanna er líka á útleið. Ástaðan eru rasísk ummæli um George Floyd. Bandaríska þjóðin logar vegna slæmrar stöðu í réttindamála svartra í landinu. CrossFit samtökin blönduðu sér í réttindabaráttu svartra á þessum viðkvæmu tímum með ummælum sem voru einkar ómerkileg og miskunnalaus. Meðferð hvítra lögreglumanna á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis kölluðu fram hörð viðbrögð og mótmæli út um allan heim. Framkvæmdastjóri CrossFit ákvað að tjá sig um málið en varð sér og CrossFit íþróttinni til skammar. Íþróttavöruframleiðandinn Reebok hefur verið aðalstyrktaraðili heimsleikanna í CrossFit en verður það ekki lengur. Reebok ákvað að slíta viðræðum við samtökin um framlengingu á samningi Reebok og heimsleikanna í CrossFit.Reebok segir skilið við CrossFit vegna rassískra ummæla framkvæmdastjórans um George Floyd View this post on Instagram Negotiations to extend @reebok s contract as a sponsor of the CrossFit Games ended abruptly in response to CrossFit founder Greg Glassman racial remarks. Reebok s 10-year exclusive contact as title sponsor of the CrossFit Games and sole licensee of CrossFit apparel and shoes is set to expire sometime after this summer s games. (LINK IN BIO) - #crossfit #reebok #crossfitnews #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Jun 7, 2020 at 12:22pm PDT Greg Glassman er stofnandi og framkvæmdastjóri CrossFit samtakanna en hann hneykslaði mjög marga með svari sínu við Twitter-færslu Institute for Health Metrics and Evaluation í Bandaríkjunum. Institute for Health Metrics and Evaluation var þar að lýsa því yfir að raismi væri sannkallað heilbrigðisvandamál. Svar Greg Glassman var hinsvegar ómerkilegt og virðingalaust: „Það er FLOYD-19,“ skrifaði Greg Glassman með vísun í kórónuveiruna COVID-19. Greg Glassman lýsti í framhaldi yfir óánægju sinni með það að CrossFit stöðvarnar þurftu að loka í baráttunni við kórónuveiruna. Það þýddi mikið tekjutap og einhverjar stöðvar lifa það líklega ekki af. Glassman sakaði stofunina um að hafa brugðist sér og sínum í baráttunni við kórónuveiruna og þykir ekki mikil til þess koma ef hún ætlar nú að fara að blanda sér í réttindabaráttu svartra. View this post on Instagram Thoughts from @katrintanja - #crossfit #crossfitathletes #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Jun 7, 2020 at 11:08am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að gagnrýna harkalega framkvæmdastjóra CrossFit samtakanna. „Ég skammast mín, er vonsvikin og reið vegna þess sem hefur verið í gangi síðustu daga hjá samtökum sem ég hef tileinkað mér, lagt svo mikið á mig fyrir og verið svo stolt af að keppa hjá,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Reebok hefur verið aðalstyrktaraðili heimsleikanna í CrossFit í tíu ár en heimsleikarnir í haust verða síðustu Reebok leikarnir. „Samstarf okkar og CrossFit samtakanna mun enda seinna á þessu ári. Við höfðum verið í viðræðum um nýjan samning en í kjölfarið á nýjustu uppákomum höfum við tekið þá ákvörðun að enda þetta samstarf,“ segir í yfirlýsingu frá Reebok „Við munum samt uppfylla okkar gildandi samning út árið 2020. Við skuldum keppendum CrossFit leikanna, stuðningsfólkinu og CrossFit samfélaginu það,“ segir í yfirlýsingunni. Wow. Reebok's brand partnership with Crossfit is over - and affiliates are outraged re CEO Greg Glassman's insensitive comments re #GeorgeFloydGiven CF in general + Glassman in particular are not known for political correctness, this feels significanthttps://t.co/6ySK2thjS8— Natalia Mehlman Petrzela, Ph.D. (@nataliapetrzela) June 7, 2020 „Það sem breytist ekki er skuldbinding okkar og hollusta við sjálft CrossFit íþróttafólkið. Við erum þakklát fyrir þau sterku bönd sem við höfum myndað með þjálfurum, stöðvareigendum og íþróttafólki út um allan heima á síðustu tíu árum,“ segir í þessari yfirlýsingu frá Reebok. Miðað við ástandið í heiminum þá er ljóst að svona stórir styrktaraðilar eru ekki á hverju horni og þetta gæti sett framtíð CrossFit leikanna í óvissu. Ummæli framkvæmdastjórans gera síðan allt annað en að hjálpa til við að finna nýjan samstarfsaðila.
CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira