Ormar sem éta plast Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2020 10:00 Ormar nýtast ekki bara sem beita í veiði heldur geta þeir líka borðað plast. Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum. Nýsköpun Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum.
Nýsköpun Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira