Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2020 13:37 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd. Vísir/Vilhelm Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent