Munurinn á því að vinna í rigningu eða sól Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. júní 2020 10:00 Íslensk rigningasumur ættu að henta sumum vinnuveitendum sérstaklega vel. Vísir/Getty Um langa hríð hafa menn velt því fyrir sér hvort fólk sé almennt latari á sumrin en á veturnar. Áhrifavaldurinn er þá helst talinn veðrið eða sumarblíðan, þ.e. að hiti og sól geti gert okkur latari að sama skapi og við getum einbeitt okkur vel að vinnu þegar veðrið er svo vont að engum í rauninni langar út úr húsi. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta. Til dæmis var gerð rannsókn árið 2008 þar sem niðurstöður sýndu að á rigningardögum unnu menn að meðaltali hálftímanum meira en á sólríkum dögum. Þessi rannsókn var gerð í Bandaríkjunum. Ekkert ósvipaðar niðurstöður fengust úr rannsókn sem gerð var árið 2012 þar sem markhópur svarenda voru japanskir starfsmenn í fjármálageiranum. Samkvæmt þeim niðurstöðum virtist leiðindaveður skila sér í meiri framleiðni því það tók fólk hreinlega styttri tíma að afgreiða verkefni eins og lánaumsóknir og fleira, í samanburði við sams konar verkefni á sólríkum dögum. Til að sannreyna það hvort þessar niðurstöður væru réttar ákváðu vísindamenn að prófa að gera smá tilraun með nemendur við Harvard háskóla. Tilraunin fól það í sér að hópur nemenda fékk sex ljósmyndir til skoðunar en í kjölfarið áttu þau að leysa einfalt verkefni: Að lista upp þeirra eigin daglegu rútínu. Ljósmyndirnar sýndu fólk annar vegar í góðu veðri við einhverja ánægjulega iðju. Sem dæmi má um myndir má nefna fólk að borða utandyra, að sigla eða stunda einhverja aðra útivist. Hinn hluti hópsins fékk hins vegar myndir frá rigningadögum. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að sá hópur nemenda sem fékk myndir af sólríkum dögum var ekki fljótur til við að klára verkefnið sitt og í stað þess að lýsa daglegri rútínu, voru nemendur uppteknari við að lista upp allt það sem því myndi helst langa að vera að gera frekar en hvað það væri í raun að gera. Hinn hópurinn, þ.e. sá hópur sem fékk myndir af rigningadögum, var hins vegar fljótari til við að klára og með meiri fókus á því til hvers var ætlast til af þeim. Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Um langa hríð hafa menn velt því fyrir sér hvort fólk sé almennt latari á sumrin en á veturnar. Áhrifavaldurinn er þá helst talinn veðrið eða sumarblíðan, þ.e. að hiti og sól geti gert okkur latari að sama skapi og við getum einbeitt okkur vel að vinnu þegar veðrið er svo vont að engum í rauninni langar út úr húsi. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta. Til dæmis var gerð rannsókn árið 2008 þar sem niðurstöður sýndu að á rigningardögum unnu menn að meðaltali hálftímanum meira en á sólríkum dögum. Þessi rannsókn var gerð í Bandaríkjunum. Ekkert ósvipaðar niðurstöður fengust úr rannsókn sem gerð var árið 2012 þar sem markhópur svarenda voru japanskir starfsmenn í fjármálageiranum. Samkvæmt þeim niðurstöðum virtist leiðindaveður skila sér í meiri framleiðni því það tók fólk hreinlega styttri tíma að afgreiða verkefni eins og lánaumsóknir og fleira, í samanburði við sams konar verkefni á sólríkum dögum. Til að sannreyna það hvort þessar niðurstöður væru réttar ákváðu vísindamenn að prófa að gera smá tilraun með nemendur við Harvard háskóla. Tilraunin fól það í sér að hópur nemenda fékk sex ljósmyndir til skoðunar en í kjölfarið áttu þau að leysa einfalt verkefni: Að lista upp þeirra eigin daglegu rútínu. Ljósmyndirnar sýndu fólk annar vegar í góðu veðri við einhverja ánægjulega iðju. Sem dæmi má um myndir má nefna fólk að borða utandyra, að sigla eða stunda einhverja aðra útivist. Hinn hluti hópsins fékk hins vegar myndir frá rigningadögum. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að sá hópur nemenda sem fékk myndir af sólríkum dögum var ekki fljótur til við að klára verkefnið sitt og í stað þess að lýsa daglegri rútínu, voru nemendur uppteknari við að lista upp allt það sem því myndi helst langa að vera að gera frekar en hvað það væri í raun að gera. Hinn hópurinn, þ.e. sá hópur sem fékk myndir af rigningadögum, var hins vegar fljótari til við að klára og með meiri fókus á því til hvers var ætlast til af þeim.
Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira