Skoða hvort stjórnarseta Evu Bryndísar hjá Högum brjóti gegn sátt Samkeppniseftirlitsins Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 14:41 Hagkaup er í eigu Haga. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið mun nú taka til skoðunar hvort seta Evu Bryndísar Helgadóttur í stjórn Haga brjóti gegn ákvæðum sáttar eftirlitsins og Haga frá 11. september 2018 sem undirrituð var vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins. Markmið áðurnefndrar sáttar var að vinna gegn skaðlegum áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi á fyrirtækjum og í 22. grein sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. er fjallað um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar hf. gagnvart Högum. Ný stjórn Haga var kjörin á aðalfundi félagsins í dag 9. júní og var Eva Bryndís Helgadóttir ein þeirra sem náði kjöri í stjórn Haga. Eva Bryndís hefur áður gegnt embætti stjórnarformanns Olíudreifingar hf. og var enn skráður stjórnarformaður félagsins. Hagar höfðu 5. júní sl. tilkynnt að stjórnarkjör færi fram og að Eva Bryndís væri á meðal frambjóðenda til stjórnar. Taldi Samkeppniseftirlitið því rétt að vekja athygli Haga á því að það gengi gegn ákvæðum sáttarinnar ef sami einstaklingur sæti í stjórn Haga og Olíudreifingar. Þó svo að ef Eva næði kjöri og myndi segja af sér embætti hjá Olíudreifingu kæmi engu að síður til alvarlegrar skoðunar hvort seta hennar í stjórn Haga fæli í sér hættu á að viðkvæmar upplýsingar bærust milli fyrirtækja í andstöðu við sáttina. Skömmu fyrir aðalfundinn sem haldinn var fyrr í dag var óskað eftir því af hálfu Haga að staðfesting bærist frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki yrði gerð athugasemd við það að stjórnarkjör færi fram. Var brugðist skjótt við beiðninni og áréttað að kæmi til þess að eftirlitið teldi Evu Bryndísi ekki hæfa til setu í stjórn Haga vegna fyrri starfa hjá Olíudreifingu myndi það ekki leiða til sektarákvörðunar ef Hagar myndu bregðast við og kjósa nýjan einstakling í stjórn félagsins. Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mun nú taka til skoðunar hvort seta Evu Bryndísar Helgadóttur í stjórn Haga brjóti gegn ákvæðum sáttar eftirlitsins og Haga frá 11. september 2018 sem undirrituð var vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins. Markmið áðurnefndrar sáttar var að vinna gegn skaðlegum áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi á fyrirtækjum og í 22. grein sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. er fjallað um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar hf. gagnvart Högum. Ný stjórn Haga var kjörin á aðalfundi félagsins í dag 9. júní og var Eva Bryndís Helgadóttir ein þeirra sem náði kjöri í stjórn Haga. Eva Bryndís hefur áður gegnt embætti stjórnarformanns Olíudreifingar hf. og var enn skráður stjórnarformaður félagsins. Hagar höfðu 5. júní sl. tilkynnt að stjórnarkjör færi fram og að Eva Bryndís væri á meðal frambjóðenda til stjórnar. Taldi Samkeppniseftirlitið því rétt að vekja athygli Haga á því að það gengi gegn ákvæðum sáttarinnar ef sami einstaklingur sæti í stjórn Haga og Olíudreifingar. Þó svo að ef Eva næði kjöri og myndi segja af sér embætti hjá Olíudreifingu kæmi engu að síður til alvarlegrar skoðunar hvort seta hennar í stjórn Haga fæli í sér hættu á að viðkvæmar upplýsingar bærust milli fyrirtækja í andstöðu við sáttina. Skömmu fyrir aðalfundinn sem haldinn var fyrr í dag var óskað eftir því af hálfu Haga að staðfesting bærist frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki yrði gerð athugasemd við það að stjórnarkjör færi fram. Var brugðist skjótt við beiðninni og áréttað að kæmi til þess að eftirlitið teldi Evu Bryndísi ekki hæfa til setu í stjórn Haga vegna fyrri starfa hjá Olíudreifingu myndi það ekki leiða til sektarákvörðunar ef Hagar myndu bregðast við og kjósa nýjan einstakling í stjórn félagsins.
Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira